Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 11:00

Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja leik á Irish Creek Open í dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK hefja leik í dag á Irish Creek Open mótinu sem er hluti af eGolf Professional Tour mótaröðinni.

Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur og Ólafur Björn hefja báðir leik kl. 8: 20 að staðartíma (kl. 13.:20 hér heima á Íslandi); Ólafur Björn frá 1. teig og Birgir Leifur frá 10. teig.

Mótið er mjög sterkt en af mörgum sterkum kylfingum meðal þátttakenda mætti t.d. geta Brent Delahoussay (nú nr. 1004 á heimslistanum), fyrrum kylfings á PGA Tour.

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Birgis Leifs og Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: