Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 06:00

Birgi Leif og Ólafi Birni tókst ekki að ljúka 2. hring á Irish Creek Open mótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK léku í gær hluta af 2. hring  á Irish Creek Open mótinu sem er hluti af eGolf Professional Tour mótaröðinni, en tókst ekki að ljúka honum. Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR:  Sem stendur er Birgir Leifur á samtals 3 yfir pari (eftir 13 spilaðar holur á 2. hring ) og Ólafur Björn á samtals 4 yfir pari (eftir 12 spilaðar holur á 2. hring), en talið er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 05:30

PGA: Tiger meðal 5 efstu á WGC-Cadillac Championship – Hápunktar og högg 1.dags

Tiger Woods deilir efsta sætinu ásamt þeim Freddie Jacobson, Graeme McDowell, Sergio Garcia og Bubba Watson eftir 1. dag WGC Cadillac Championship.   Allir hafa þessir 5 spilað á 6 undir pari, 66 höggum.  Tiger fékk 9 fugla, 6 pör og 3 skolla á hringnum. Jacobson fór aðra leið að þessu hann var með 2 erni, 3 fugla, 12 pör og 1 skolla. Bubba Watson var með 7 fugla, 10 pör og 1 skolla og G-Mac og Garcia skiluðu „hreinu skorkorti“ fengu hvor um sig 6 fugla og 12 pör. Hópur 4 kylfinga kemur næst 1 höggi á eftir: Steve Stricker, Hunter Mahan, Peter Hanson og Phil Mickelson, en sá síðastnefndi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Sarah King – (20. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þær 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, hafa nú allar verið kynntar og nú hefst kynning á næstu 5, sem deildu með sér 20. sætinu.  Það eru þær: Elina Nummenpaa, Laura Cabanillas, Maha Haddioui, Virginia Espejo og Sarah King. Við byrjum á því að kynna Söruh King, en það má m.a. gera með birtingu 18 spurninga sem blaðafulltrúi LET lagði fyrir King, sjá með því að SMELLA HÉR:  Fullt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Henrik Norlander – (3. grein af 26)

Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013.  Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Hér áður hafa Patrick Reed og Chez Reavie verið kynntir og hér næst á dagskrá er Henrik Norlander. Henrik Norlander Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 13:00

Fyrsta stigi breytinga á St. Andrews lokið

Þrátt fyrir gagnrýni á breytingarnar sem ákveðið var að gera á St. Andrews, er fyrsta stigi þeirra nú lokið. Minniháttar breytingar hafa verið gerðar á 2., 7., 11. og 17. holu svona í fyrstu atrennu en halda á breytingunum áfram næsta vetur, en þá verða 3., 4., 6., 9. og 15. hola teknar fyrir. Helsta breytingin var gerð á gömlum glompum fyrir framan 2. flöt en það var fyllt upp í þær og tveimur nýjum glompum komið fyrir,  18 metrum fyrir aftan nálægt teig. Tvíburaflötin á 7. holu og  par-3 11. holunni hefir verið víkkuð til þess að hægt sé að hægt sé að bjóða upp á fleiri pinnastaðsetningar og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Homero Blancas – 7. mars 2013

Það er Homero Blancas sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist í Houston, Texas  7. mars 1938 og á því 75 ára stórafmæli í dag!!! Blancas er Bandaríkjamaður, en á rætur að rekja til Mexíkó. Hann er þekktastur fyrir að hafa átt hring upp á 55 högg  (27-28) í háskólamóti, sem er enn met í sögu keppnisgolfsins.  Hann fékk 13 fugla og 1 örn á hringnum á par-70 Longview golfvellinum í Texas 19. ágúst 1962 og í kjölfarið var hann uppnefndur „Hr. 55″.  Blancas var vígður í frægðarhöll  Houston háskóla 1978. Met Blancas upp á 55 högg á hring (á golfvelli sem var litlu lengri en 5000 yardar þ.e 4.572 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 10:00

Betri helmingar golfstjarnanna – myndasería

Þeir sem fylgjast með golffréttum fá óhjákvæmlega líka að frétta af einkalífi stjarnanna sinna í golfi. T.a.m. var dæmigert þegar nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy gekk illa á Honda Classic og sagði að hann væri andlega illa stemmdur að upp komu kjaftasögur um hugsanlega erfiðleika í sambandi hans og betri helmings hans…. Caroline Wozniacki. Allur heimurinn fylgdist með framhjáhaldsdrama Tiger og hveru illa honum gekk í golfinu meðan skilnaður hans og Elinar Nordegren var að ganga í gegn. Betri helmingar okkar ráða svo sannarlega miklu um gengið í golfinu. Golf Digest hefir tekið saman myndaseríu af betri helmingum nokkurra þekktra kylfinga og má sjá hana með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 09:30

Hvað er SNAG golf?

Á þriðjudaginn s.l. 5. mars 2013  stóð GSÍ fyrir kynningu á SNAG í Laugardalshöllinni. Magnús Birgisson og Tony Howarth, báðir golfkennarar í yfir 20 ár, kynntu nýju SNAG kennsluaðferðina við golf.  Hún hentar einkum þeim sem eru að byrja í golfi og geta krakkar allt niður í 5-6 ára aldurinn nýtt sér SNAG og stígið þannig sín fyrstu skref í golfíþróttinni. En SNAG er ekki bara fyrir þau yngstu; þetta er kennsluaðferð sem allir hafa gaman af. SNAG golfvörurnar fást á nýju vefverslunni HISSA.IS og þar má líka panta kennslu hjá Magnúsi í SNAG. Á hissa.is eru eftirfarandi upplýsingar um SNAG: Hvað er SNAG golf? SNAG (Starting New at Golf) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 08:00

LET: Nocera, Walker og Wessberg leiða snemma 1. dags á World Ladies Championship

Í morgun hófst í Haikou, Hainan í Kína á Sandbelt Trails golfvellinum World Ladies Championship. Það eru 3 stúlkur efstar og jafnar hin franska Gwladys Nocera, Sophie Walker frá Englandi og Linda Wessberg frá Svíþjóð. Þær léku allar á 5 undir pari, 67 höggum. Enn eiga nokkkrar eftir að ljúka leik, en óvíst að nokkurri takist að ná efsta sætinu af þremenningunum. Til þess að sjá stöðuna á World Ladies Championship eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 07:00

Caroline Wozniacki um það að hún og Rory séu hætt saman: „Takk fyrir að láta mig vita!“

Allir sem fylgjast með því nýjasta í golfi vita að Rory gekk út í miðri titilvörn sinni á Honda Classic mótinu eftir að vera kominn 7 yfir á fyrstu 8 holunum; sagðist vera í andlegu ójafnvægi og gaf síðan frá sér fréttatilkynningu um að hann hefði verið með tannpínu, endajaxlinn hefði verið sár, þótt hann hafi  deginum áður tvítað mynd af sér í hátíðarmálsverði afmælis móður sinnar og hafi mínútum áður en hann gekk af velli borðað risasamloku. Þetta hafði í för með sér að m.a.s. Tiger Woods sagði um Rory að hann yrði að passa sig á hvað hann gerði og segði sérstalega á Twitter. Nú fyrir WGC-Cadillac Championship Lesa meira