Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Dagný Magnúsdóttir – 6. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Dagný Magnúsdóttir. Hún er fædd 6. mars 1949 og er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Kristín Dagný byrjaði í golfi árið 2000. fyrir 13 árum og er með 16,4 í forgjöf í dag. Hún var ein af 6 konum af 109  þátttakendum í Marsmóti nr. 1 í Sandgerði s.l. helgi.  Kristín Dagný er gift Guðmundi Sigurvinssyni og á 3 börn.

Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Kristín Dagný Magnúsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Richard H. Sikes, 6 mars 1940 (73 ára), Alison Nicholas, fyrirliði sigurliðs Evrópu í Solheim Cup 2011, 6. mars 1962 (51 árs);  Michael McLean, 6. mars 1963 (Spilaði á Evróputúrnum – 50 ára stórafmæli!!!) Golf Boys-inn Benjamin (Ben) McCully Crane, 6. mars 1976 (37 ára); Grace Park, 6. mars 1979 (34 ára) Sjá má kynningu Golf1 á Grace Park með því að  SMELLA HÉR:   ….. og …..

  • F. 6. mars 1949  (64 ára)
  • F. 6. mars 1981 (32 ára)
    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is