Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 6. 2013 | 13:00

Sprengja á Bláa skrímslið – Trump með meiriháttar breytingar á vellinum í huga

Donald Trump skrifaði á síðasta ári undir milljarða kaupsamning þegar hann festi kaup á Doral golfstaðnum í Miami, þar sem WGC-Cadillac Championship fer fram nú í vikunni, en mótið nú á morgun, fimmtudaginn 7. mars. og er mót vikunnar á PGA Tour.

Trump og Doral

Trump og Doral

Trump er búinn að ráða Gil Hanse til að endurhanna-og byggja „Bláa Skrímslið“ eins og völlurinn er nefndur og gerði heyrinkunnugt í gær á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni af WGC-Cadillac Championship, að völlurinn myndi fara í gegnum annað og meira en bara endurhönun.

„Þeir segja að völlurinn sé í sínu besta ásigkomulagi í 25 ár. Það er svolítið kaldhæðið því við ætlum að sprengja völlinn upp á mánudag,“ var meðal þess sem Trump sagði.

Vinna við nýjan og endurbættan völl hefst á strax á mánudag þegar WGC Cadillac Championship lýkur.  Trump sagði líka að þetta yrði „glænýr, ótrúlegur völlur.“

„Við byrjuðum á þessu sem endurbætur,“ sagði Trump um völlinn sem upprunalega var hannaður af Dick Wilson.

Dick Wilson

Dick Wilson

„Og við færðumst alltaf meir og meir í aukanna, Gil og ég sögðum loks: „Vá, við erum virkilega að gera hann að miklu stærri og að ég tel miklu mikilfegnlegri völl – við erum virkilega að gera massívar breytingar á honum.“

Trump sagði að t.d. við 1. holuna, sem nú er 529 yardar (484 metrar) og er par-5 og er venju skv. auðveldust á Doral, myndu bætast 100 yardar (91 metri) með vatnið við hægra megin við flötina.  Á dagskrá er líka að breyta par-3 15. brautinni í eyja-flöt og stærsta breytingin myndi verða eftir 9 holurnar.

Trump sagði að grínið á par-3 9. brautinni myndi verða fært til hægri við vatnið sem ver 18. flötina. Þetta gerir kleift að hægt er að flytja teiginn á par-5 10. holunni meira til vinstri þannig að slá verður teighöggið yfir vatn.

„Það sem þetta hefir í för með sér er að búið verður til frábært áhorfendastæði fyrir þá sem fylgjast með leik á 18. og 9. holunum og áhorfendur sjá jafnvel teighöggið á 10. holu, sem er nú yfir vatn,“ sagði Trump.

Ernie Els

Ernie Els

Ernie Els, sem var á blaðamannafundinum með Trump greip nú fram í.

„Hvar verður brautin? spurði Els hlægjandi. „Þetta er bara vatn.“

Gil Hanse, golfvallararkítekt

Gil Hanse, golfvallararkítekt

Gil Hanse, sem var valinn af fjölmörgum hæfileikaríkum golfvallararkítektum til að hanna Ólympíugolfvöllinn í Rio de Janeiro, sagði að hann myndi reyna að halda sig við hugsjón upprunalegrar hönnunar Wilson, þó að hann bætti við að það væri ekki nákvæmt að segja að verk hans væri „endurbætur“ á vellinum vegna mikilsverðra breytinga á nokkrum holunum.

Trump sagði að vegna þess að verkamenn sem vinna við gerð nýja vallarins myndu setja 6 tommur (u.þ.b. 17 cm ) af „hreinum og góðum jarðvegi“ á brautirnar yrðu upprunalega jarðefnið notað til þess að búa til hæðir til þess að fá aukið útsýni.

„Eitt af því sem ég hef heyrt er að völlurinn sé flatur og það sé erfitt fyrir áhorfendur að horfa á ykkur strákana spila golf,“ sagði Trump. „Þannig að við erum að búa til þessar gríðarlegu hæðir, krika og karga, sem ég held að verða virkilega gott fyrir leikmennina. Þetta mun verða fallegt, en það mun líka verða gott frá hagnýtu sjónarmiði.  Fólk getur staðið uppi á hæðunum og séð hvað um er að vera á brautunum.

„Ég hugsa að þetta verði virkilega stórt framlag til golfíþróttarinnar og við erum í grunninn að fara að byggja glænýjan golfvöll.“

Justin Rose

Justin Rose

Justin Rose, sem á titil að verja í ár á Cadillac Championship og var á blaðamannafundinum með Trump og Els, virtist standa á sama um breytingarnar.  Meginástæða þess hjá honum eins og flestum leikmönnum er að Trump lofaði að snerta ekki við 18. holunni, sem er einkennishola Bláa Skrímslisins á Doral.

„Allt í allt mun 18. holan ekki taka umtalsverðum breytingum, sem ég held að sé gott vegna þess að maður vill koma á Doral og þekkja Doral aftur,“ sagði hann. „En völlurinn þarf að fara að standa undir orðspori sínu, sem Bláa Skrímslið. Það hafa verið ansi lág skor hérna á s.l. árum og ég hugsa að endurgerð vallarins muni svo sannarlega verða til góðs.“