Rory McIlroy og Caroline Wozniacki í Kína, 1. nóvember 2011.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 07:00

Caroline Wozniacki um það að hún og Rory séu hætt saman: „Takk fyrir að láta mig vita!“

Allir sem fylgjast með því nýjasta í golfi vita að Rory gekk út í miðri titilvörn sinni á Honda Classic mótinu eftir að vera kominn 7 yfir á fyrstu 8 holunum; sagðist vera í andlegu ójafnvægi og gaf síðan frá sér fréttatilkynningu um að hann hefði verið með tannpínu, endajaxlinn hefði verið sár, þótt hann hafi  deginum áður tvítað mynd af sér í hátíðarmálsverði afmælis móður sinnar og hafi mínútum áður en hann gekk af velli borðað risasamloku.

Þetta hafði í för með sér að m.a.s. Tiger Woods sagði um Rory að hann yrði að passa sig á hvað hann gerði og segði sérstalega á Twitter.

Nú fyrir WGC-Cadillac Championship kom Rory fram á blaðamannafundi og sagðist ekki hafa gert rétt með að hætta í mótinu.  Hvað þau Caroline Wozniacki áhrærði væru þau ekki hætt saman og sig hlakkaði til að sjá hana í Miami.

Og nú hefir Caroline tjáð sig um málið. „Mér finnst Rory hafa staðið sig vel á blaðamannafundinum,“ sagði Caroline, sem er í miðjum undirbúningi fyrir BNP Paribas Open í Indian Wells.

„Hann sagði það sem hann hafði að segja. Hann var heiðarlegur. Nú þarf hann bara að fara út þarna og vonandi spila gott golf.“

Aðspurð hvernig væri að vera saman með öðrum íþróttamanni sem hlyti alla þessa fjölmiðlaathygli sagði Caroline: „Ef satt skal segja þá höfum við verið í kastljósi fjölmiðla svo lengi, líka hvert okkar fyrir sig, að þetta er ekkert nýtt.“

„Við erum orðin svo vön þessu að við tökum varla eftir þessu lengur – nema að verið sé að breiða út sögusögnum eins og nú um daginn að við séum hætt saman. Í alvöru? Takk fyrir að láta mig vita!!“

Rory var líka spurður að því hvort andlegu líðan hans og einbeitingarskortur hans á golfvellinum hefði haft eitthvað að gera með að hann og Caroline væru hætt saman.

„Alls ekki. Ég hef lesið það sem hefir verið skrifað og aðeins vegna þess að ég átti slæman dag á golfvellinum og Caroline tapar í Malasíu þýðir það ekki að við séum hætt saman.“

„Svonalagað gerist í öllum íþróttum, ég kýs að halda einkalífi mínu eins mikið einka og mögulegt er. Allt á þeim vígstöðum er í góðu lagi og ég hlakka til að hitta hana (Caroline) þegar hún kemur til Miami.“