Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Henrik Norlander – (3. grein af 26)

Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og  hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013.  Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr.Bobby Gates, Henrik NorlanderChez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.

Hér áður hafa Patrick Reed og Chez Reavie verið kynntir og hér næst á dagskrá er Henrik Norlander.

Henrik Norlander er fæddur í Danderyd, Stokkhólmi, 25. mars 1987 og er því 25 ára. Hann á m.a. sama afmælisdag og Guðrún Brá „okkar“ Björgvinsdóttir, Guðni Oddur Jónsson, GS og Scott Stallings, sem einnig leikur á PGA Tour.

Norlander býr í Augusta, Georgia, en hann var í Augusta State háskólanum þar sem hann spilaði með golfliði skólans í 4 ár þar til hann útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (Business Adminstration, 2011).

Ýmsar staðreyndir um Norlander:

Uppáhaldsgolfminning hans er þegar pabbi hans fór með hann í ferðalag til St. Andrews í Skotlandi þegar hann var strákur. 

Norlander fylgist með Detroit Red Wings í liðaíþróttum en í einstaklings hefir hann gaman af tennisleikaranum Roger Federer.

Hægt er að „followa“ Norlander á Twitter sbr. @HenkeNorlander.

Í draumaholli Norlander myndu vera…. hann sjálfur, Federer, Pete Sampras og Johnny Cash.