Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 05:30

PGA: Tiger meðal 5 efstu á WGC-Cadillac Championship – Hápunktar og högg 1.dags

Tiger Woods deilir efsta sætinu ásamt þeim Freddie Jacobson, Graeme McDowellSergio Garcia og Bubba Watson eftir 1. dag WGC Cadillac Championship.   Allir hafa þessir 5 spilað á 6 undir pari, 66 höggum.  Tiger fékk 9 fugla, 6 pör og 3 skolla á hringnum. Jacobson fór aðra leið að þessu hann var með 2 erni, 3 fugla, 12 pör og 1 skolla. Bubba Watson var með 7 fugla, 10 pör og 1 skolla og G-Mac og Garcia skiluðu „hreinu skorkorti“ fengu hvor um sig 6 fugla og 12 pör.

Hópur 4 kylfinga kemur næst 1 höggi á eftir: Steve Stricker, Hunter Mahan, Peter Hanson og Phil Mickelson, en sá síðastnefndi átti m.a. högg dagsins af göngustíg, sem lenti rétt hjá pinna, en þetta gera auðvitað ekki nema þeir allra, allra bestu!

Leikmennirnir þekkja Bláa Skrímslið í Doral, Miami þar sem mótið fer fram út og inn og e.t.v. ekki vanþörf á að Donald Trump geri nokkrar breytingar á. Trump  keypti völlinn á s.l. ári og hefir ráðið einn besta golfvallararkítekt heims,  Gil Hanse, arkítekt Ólympiugolfvallarins í Ríó, til að breyta vellinum.

Justin Rose, sem á titil að verja er í hópi 6 kylfinga sem eru 2 höggum á eftir forystumönnunum 5, á 4 undir pari, 68 höggum.

Heimsins besti, Rory McIlroy, er meðal neðstu kylfinga, spilaði á 1 yfir pari, 73 höggum og deilir 50. sætinu í mótinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á WGC-Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á WGC-Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags, sem Phil Mickelson átti, á WGC-Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: