Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2013 | 06:00

Birgi Leif og Ólafi Birni tókst ekki að ljúka 2. hring á Irish Creek Open mótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK léku í gær hluta af 2. hring  á Irish Creek Open mótinu sem er hluti af eGolf Professional Tour mótaröðinni, en tókst ekki að ljúka honum.

Spilað er á golfvelli The Club at Irish Creek í Kannapolis, Norður-Karólínu.  Sjá má gullfallegar myndir af iðagrænum golfvöllum Irish Creek á heimasíðu klúbbsins (ekki vanþörf á því í þessum snjó og kulda hér á Íslandi) með því að SMELLA HÉR: 

Sem stendur er Birgir Leifur á samtals 3 yfir pari (eftir 13 spilaðar holur á 2. hring ) og Ólafur Björn á samtals 4 yfir pari (eftir 12 spilaðar holur á 2. hring), en talið er að niðurskurður verði miðaður við 4 yfir pari og „okkar menn“ því í línudansi á niðurskurðarlínunni.

Birgir Leifur og Ólafur Björn munu ljúka 2. hring í dag og kemur þá í ljós hvorum megin niðurskurðarlínunnar þeir lenda.

Fylgjast má með  stöðunni á Irish Creek Open með því að  SMELLA HÉR: