Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Homero Blancas – 7. mars 2013

Það er Homero Blancas sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist í Houston, Texas  7. mars 1938 og á því 75 ára stórafmæli í dag!!!

Blancas er Bandaríkjamaður, en á rætur að rekja til Mexíkó. Hann er þekktastur fyrir að hafa átt hring upp á 55 högg  (27-28) í háskólamóti, sem er enn met í sögu keppnisgolfsins.  Hann fékk 13 fugla og 1 örn á hringnum á par-70 Longview golfvellinum í Texas 19. ágúst 1962 og í kjölfarið var hann uppnefndur „Hr. 55″.  Blancas var vígður í frægðarhöll  Houston háskóla 1978.

Met Blancas upp á 55 högg á hring (á golfvelli sem var litlu lengri en 5000 yardar þ.e 4.572 metrar) stóð um tíma í heimsmetabók Guiness, en síðan var breytt skilyrðunum þannig að miða skyldi  við golfvelli 6.500 yarda að lengd a.m.k. (þ.e. 5.943 metra) og stendur met hans því ekki lengur í heimsmetabókinni. En hringur Blancas upp á 55 högg er samt enn í sögubókum golfsins yfir lægsta skor á golfvelli með venjulegt par.

Homero Blancas gerðist atvinnumaður 1965 – komst strax á PGA Tour og var valinn nýliði ársins það ár.  Hann sigraði í alls 4 mótum á PGA.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Tom Lehman, 7. mars 1959 (54 ára); Vilhjálmur Steinar Einarsson, GSG, 7. mars 1961 (52 ára) Jesper Parnevik, 7. mars 1965 (48 ára); Alena Sharp, 7. mars 1981 (32 árs).

  • F. 7. mars 1975 (38 ára)
     
  • F. 7. mars 1958 (55 ára)

    Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is