Nýju stúlkurnar á LET 2013: Virginia Espejo – (21. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Bobby Gates – (4. grein af 26)
Hér verður fram haldið með nýja greinaröð á Golf 1 þar sem efstu 26 í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013, verða kynntir stuttlega. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25. sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Hér áður hafa Patrick Reed, Chez Reavie og Henrik Norlander verið kynntir og hér næst á dagskrá er Bobby Gates. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erla Þorsteinsdóttir – 8. mars 2013
Það er Erla Þorsteinsdóttir, GS, sem er afmæliskylfingur dagsins. Erla fæddist 8. mars 1978 og er því 35 ára í dag. Erla útskrifaðist frá PGA Íslandi 2011 og var sama ár ráðin íþróttastjóri GS. Þar áður kenndi Erla golf í MP Akademíunni í Oddinum með Magnúsi Birgissyni og Phill Hunter. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Warren, 8. mars 1964 (ástralskur kylfingur) ….. og …… Jónmundur Guðmarsson F. 8. mars 1968 (45 ára) Eggert Bjarnason F. 8. mars 1978 (35 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
GA: Friðrik verður aðstoðargolfkennari og Stefanía Kristín golfleiðbeinandi hjá GA sumarið 2013
Friðrik Gunnarsson, Frikki hefur verið ráðinn aðstoðargolfkennari hjá GA í sumar. Friðrik hefur skrifað undir samning við Golfklúbb Akureyrar og mun hann hefja störf í byrjun júni. Friðrik hóf nám í golfkennaraskóla PGA núna í haust. Hann mun vera Brian til aðstoðar við barna- og unglinga kennslu og almenna kennslu í sumar. Friðrik hefur um árabil starfað hjá Golfklúbbi Akureyrar bæði í veitingasölu, í afgreiðslu og við kennslu. Auk Friðriks hefur Stefanía Kristín Valgeirsdóttir verið ráðin sem golfleiðbeinandi í sumar og mun hennar aðalstarf vera að aðstoða við kennslu og þjálfun yngri og eldri flokka stúlkna. Stefanía stundar nám í Pfeiffer University í Norður-Karólínu og spilar hún fyrir golflið skólans með Lesa meira
PGA: Ernie Els með bakmeiðsli í Miami
Ernie Els var að fara að spila 2. holu 1. hringjar í gær, en hann byrjaði á 10. braut Bláa Skrímslisins þar sem WGC Cadillac Championship fer fram um þessar mundir. Þetta fór allt fremur illa því Els setti 2. höggið sitt í vatn og fór af flöt með skramba. En síðan dramað við 11. teig. Ernie lagðist flatur á grasflöt við brautina greinilega kvaldur, en hann á við bakmeiðsli að glíma. Ástralskur þjálfari hans, Vern McMillan kom hlaupandi úr klúbbhúsinu til þess að vera með Ernie og eins kom á staðinn Andy Dawson framkvæmdastjóri Ernie. McMillan lagði hvítt handklæði á jörðina og Els datt aftur fyrir sig að því Lesa meira
LET: Inbee Park leiðir á Mission Hills World Ladies Championship eftir 2. dag
Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem tekið hefir forystu á Mission Hills World Ladies Championship á 2. keppnisdegi. Park er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (68 65). Í dag átti hún glæsihring upp á 65 högg þar sem hún fékk 7 fugla og 11 pör og skilaði því „hreinu skorkorti.“ Í 2. sæti er nr. 1 í Evrópu 2012, spænski kylfingurinn Carlota Ciganda. Hún er aðeins 1 höggi á eftir Park. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Mission Hills World Ladies Championship SMELLIÐ HÉR:
Jack Nicklaus hannar völlinn fyrir Australian Open 2014
Jack Nicklaus tilkynnti að The Australian Golf Club, þar sem hann vann 3 af 6 Australian Open titlum sínum, muni halda Australian Open mótið árið 2014, eftir að 18 holu keppnisvöllur klúbbsins hefir verið tekinn í gegn af honum. Nicklaus hefir nefnilega verið ráðinn til að endurhanna keppnisvöll klúbbsins. Australian Open fór fyrst fram á velli klúbbsins árið 1904 og mótið var síðast haldið þar árið 2007, þegar Craig Parry vann. Nicklaus sem vann Australian Open í The Australian árin 1975, 1976 og 1978 aðstoðaði einnig við endurhönnun vallarins 1977 og 1980 þegar vatnshindranir voru m.a. lengdar. Í ár fer Australian Open fram 4. árið í röð í The Lakes, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á Eagle Landing Invite í Flórída í dag
Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hefja leik í dag á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída. Spilað er í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston. Þátttakendur í mótinu eru u.þ.b. 70 frá 13 háskólum. Fylgjast má með gengi Sunnu og golfliðs Elon á Eagle Landing í Flórída með því að SMELLA HÉR:
PGA: Phil Mickelson útskýrir ótrúlegt högg sitt af golfbílabrautinni á 1. hring WGC-Cadillac Championship – Myndskeið
Hér er komið að raunhæfu úrlausnarefni í golfi: Golfboltinn ykkar lendir á golfbílabrautinni/gögustígnum 10 metra frá stöng á flötinni. Hvað gerið þið? Bölsótist yfir óheppni ykkar? Leikur og dagurinn e.t.v. vikan ónýt? Það „örugga“ í stöðunni er að fá lausn af vegi og droppa boltanum einhvers staðar, helst þar sem hann er sláanlegur. En ekki ef þið eruð Phil Mickelson. Mickelson stóð frammi fyrir nákvæmlega þessu við 17. flöt Bláa Skrímslisins á Doral í gær á WGC-Cadillac Championship. Hann sló boltann beint af veginum, hann lenti örskammt frá pinna…. og hann sagði m.a. eftir á að sér hefði fundist höggið auðvelt …. og að allir ættu að geta slegið það. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn hefur leik á Darius Rucker mótinu í dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „the Demon Deacons“ golflið Wake Forest hefja leik á Darius Rucker Intercollegiate mótinu í dag. Spilað er á golfvelli Long Cove klúbbsins, á Hilton Head Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur eru u.þ.b. 75 frá 15 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar og golfliðs Wake Forest SMELLIÐ HÉR:









