Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Sarah King – (20. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Þær 6 stúlkur, sem deildu með sér 25. sætinu, hafa nú allar verið kynntar og nú hefst kynning á næstu 5, sem deildu með sér 20. sætinu.  Það eru þær: Elina Nummenpaa, Laura Cabanillas, Maha Haddioui, Virginia Espejo og Sarah King. Við byrjum á því að kynna Söruh King, en það má m.a. gera með birtingu 18 spurninga sem blaðafulltrúi LET lagði fyrir King, sjá með því að SMELLA HÉR: 

Fullt nafn: Sarah King.

Ríkisfang: áströlsk.

Fæðingardagur: 23. júní 1986.

Fæðingarstaður: Mount Gambier, Suður-Ástralíu.

Gerðist atvinnumaður:  31. desember 2011.

Hæð: 1,65 m

Hárlitur: Brúnn

Augnlitur: Brúnn

Byrjaði í golfi: 1. janúar 1998.

Mestu áhrifavaldar í golfinu: Foreldrar mínir og Fiona Pike.

Áhugamál: Ræktin, allar íþróttir, lestur, að verja tíma með fjölskyldu og vinum, að hjóla.

Áhugamannsferill:  sigurvegari á Dunes Medal árið 2008,  sigurvegari í höggleik kvenna í Tasmaníu, sigurvegari í  South Australian Amateur Championship, árið 2011.

Staðan í t Lalla Aicha Tour School 2013: T-20.