PGA: 5 bestu höggin á WGC-Cadillac Championship og Puerto Rico Open – Myndskeið
Hér á eftir koma 5 eftirminnilegustu og bestu höggin frá PGA mótum helgarinnar á WGC Cadillac Championship og frá Puerto Rico Open. Fimmta besta höggið var valið glompuhögg Sergio Garcia, 2. högg hans á par-3 15. holunni sem ótrúlegt nokk fór beint ofan í holu fyrir fugli. Fjórða besta höggið var 2. högg Zach Johnson á 11. holu á 2 hring mótsins. Þriðja besta höggið var ás Jordan Spieth, frá Texas, á 11. holu Trump International golfvallarins í Rio Grande á 3. hring mótsins. Næstbesta höggið var gangstéttarhögg Phil Mickelson og svo átti Tiger sjálfur fallegasta höggið. Til þess að sjá myndskeið með 5 bestu höggunum á PGA Tour nú Lesa meira
Rory McIlroy og Michael Jordan spila saman í innanfélagsmóti gegn Tiger og Ahmad Rashad
Nr. 1 og 2 á heimslistanum, Rory og Tiger er báðir félagar í The Bears Club í Palm Beach Gardens, Flórída …. og það eru einnig körfuboltastjarnan Michael Jordan og bandaríska ruðningsboltahetjan Ahmad Rashad. Rory og MJ og Tiger og Rashad munu keppa gegn hver öðrum Stabbleford fjórboltaleik. Hver sagði að Rory myndi ekki keppa í neinu öðru fyrr en á Shell Houston Open? Aðspurður um þessa keppni eftir WGC-Cadillac Championship sagði Rory:„ (Jordan) bað mig um að spila með sér og ég ætla að sjá til, en það fer svolítið eftir hvernig dagskrá mín lítur út og hvar ég verð að vera, en það eru nokkrir hlutir sem ég Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson og Mississippi State í 2. sæti á Tiger Invitational eftir 1. dag
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í gær leik á Tiger Invittational mótinu, en mótið stendur dagana 11.-12. mars og fer fram á Grand National Lake golfvellinum, í Opelika, Alabama. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Axel spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 4 fugla, 10 pör, 3 skolla og 1 skramba og er sem stendur í 13. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deilir með 6 öðrum kylfingum. Axel var á 2.-3. besta skori í liði Mississippi State. Golflið Mississippi State er í 2. sæti, sem stendur, sem er glæsilegur árangur og telur skor Axels! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Tiger Invitational SMELLIÐ Lesa meira
Heimslistinn: Tiger gæti náð 1. sætinu aftur – sækir að Rory
Tiger Woods saxar á stigatölu heimsins besta, Rory McIlroy og vel gæti svo farið að hann nái 1. sætinu haldi fram sem horfir. Tiger er nú með 10, 48 stig á heimslistanum og er innan við 1 stig frá Rory, sem er með 11, 47. Annars er staða efstu 7 á heimslistanum óbreytt:y Rory í 1. sæti; Tiger í 2. sæti; Luke Donald í 3. sæti; Brandt Snedeker í 4. sæti; Justin Rose í 5. sæti; Louis Oosthuizen í 6. sæti og Adam Scott í 7. sæti. Í 8. sæti er breyting en þar er nú Steve Stricker, sem varð í 2. sæti á WGC Cadillac Championship, hækkar sig úr 13. sætinu. Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Taggart Ridings (7. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir og komið að þeim tveimur sem deildu 20. sætinu Si Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Suzann Pettersen komin í 7. sætið!
Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sigraði glæsilega í gær á World Ladies Championship, í Haikou, Hainan, í Kína. Suzann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (70 67 67 66) og átti 1 högg á Inbee Park, frá Suður-Kóreu sem varð í 2. sæti. Þetta varð til þess að Suzann hækkaði sig um 1 sæti á Rolex-heimslista kvenna nú í þessari viku, er komin í 7. sætið – hafði sætaskipti við So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu, sem dottin er niður í 8. sætið. Suzann er sá kvenkylfingur sem lengst hefir verið á topp-10 á Rolex-heimslista kvenna nú eða í 301 viku samfleytt!!! Í efsta sæti er sem fyrr Yani Lesa meira
Mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu – Krakkarnir „okkar“ við keppni víðsvegar um Bandaríkin
Það er heilmikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu og margir Íslendingar við nám í bandarískum háskólum að keppa í golfi nú í byrjun viku. Auk Axels Bóassonar, GK og Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, GR hófu eftirfarandi kylfingar keppni í dag, víðsvegar um Bandaríkin en því miður er ekki hægt að „fylgjast með í beinni“ í gegnum linka eins og hjá tveimur framangreindum kylfingum, en greint verður frá úrslitum eins fljótt og þau liggja fyrir, í mótum sem þau taka þátt í: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. hófu í dag leik í 2 daga móti, Hilton Head Invitational í Suður-Karólínu. Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 6. sæti eftir 1. dag General Hackler Championship
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State University (ETSU) hóf í dag leik á General Hackler Championship. Mótið stendur dagana 11.-12. mars og spilað er á TPC Myrtle Beach í Murrells Inlet, Suður-Karólínu. Þátttakendur eru 63 frá 11 háskólum Eftir fyrsta dag er golflið ETSU í 6. sæti og Guðmundur Ágúst á 4. besta skori liðsins og telur það því í árangri liðsins. Í einstaklingskeppninni er Guðmundur Ágúst í T-43, spilaði á 7 yfir pari, 79 höggum. Enn eiga nokkrir eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað og geta því sætistölur breyst aðeins. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Gerneral Hackler Championship SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson hefur leik á Tiger Invitational í dag
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í dag leik á Tiger Invittational mótinu. Mótið stendur dagana 11.-12. mars og fer fram á Grand National Lake golfvellinum, í Opelika, Alabama. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Axels og Mississippi State SMELLIÐ HÉR:
PGA: McDowell var ekki nógu ákveðinn í púttunum á WGC-Cadillac Championship
Norður-Írinn, Graeme McDowell, var í 2. sæti mestallt WGC-Cadillac Championship en lauk síðan keppni jafn 3 öðrum í 3. sæti. „Allt frá teig og að flöt gerði ég allt sem almennt séð varð að gera,“ sagði Graeme eftir keppnina. „Ég fór að pútta svolítið varfærnar þegar þessar flatir urðu, þéttari, hraðari og krústukenndari. Mér fannst eins og allur taktur minn, allur hraðinn yrði hægari.“ „Ég var ekki að pútta með sömu ákveðni og á föstudaginn og ég held að það hafi leitt til svolítils pirrings miðja vegu á seinni 9 í gær.“ „En svo hvernig Tiger spilaði, þá held ég að ég hafi bara verið í eltingarleik við hann allan Lesa meira










