Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 18:45

Rolex-heimslistinn: Suzann Pettersen komin í 7. sætið!

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sigraði glæsilega í gær á World Ladies Championship, í Haikou, Hainan, í Kína.

Suzann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (70 67 67 66) og átti 1 högg á Inbee Park, frá Suður-Kóreu sem varð í 2. sæti.

Þetta varð til þess að Suzann hækkaði sig um 1 sæti á Rolex-heimslista kvenna nú í þessari viku, er komin í 7. sætið – hafði sætaskipti við So Yeon Ryu, frá Suður-Kóreu, sem dottin er niður í 8. sætið.

Suzann er sá kvenkylfingur sem lengst hefir verið á topp-10 á Rolex-heimslista kvenna nú eða í 301 viku samfleytt!!!

Í efsta sæti er sem fyrr Yani Tseng frá Taíwan, en Na Yeon Choi, frá Suður-Kóreu, sem er í 2. sæti; Stacy Lewis frá Bandaríkjunum, sem er í 3. sæti og Inbee Park, sem er í 4. sæti gera harða atlögu að 1. sætinu. Fari Yani ekki að bæta leik sinn og sigra er allt eins víst að einhver af síðastgreindu 3 kylfingum nái 1. sætinu af Yani.

Á heimslista kvenna eru aðeins 2 kvenkylfingar meðal topp-10 sem ekki eru frá Asíu, en það eru Suzann Pettersen og Stacy Lewis.

Til þess að sjá stöðuna á Rolex-heimslista kvenna í þessari viku SMELLIÐ HÉR: