Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson og Mississippi State í 2. sæti á Tiger Invitational eftir 1. dag

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í gær leik á Tiger Invittational mótinu, en mótið stendur dagana 11.-12. mars og fer fram á  Grand National Lake golfvellinum, í Opelika, Alabama.

Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum.

Axel spilaði 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 4 fugla, 10 pör, 3 skolla og 1 skramba og er sem stendur í 13. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deilir með 6 öðrum kylfingum. Axel var á 2.-3. besta skori í liði Mississippi State.

Golflið Mississippi State er í 2. sæti, sem stendur, sem er glæsilegur árangur og telur skor Axels!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Tiger Invitational SMELLIÐ HÉR: