Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 19:00

Heimslistinn: Tiger gæti náð 1. sætinu aftur – sækir að Rory

Tiger Woods saxar á stigatölu heimsins besta, Rory McIlroy og vel gæti svo farið að hann nái 1. sætinu haldi  fram sem horfir.  Tiger er nú með 10, 48 stig á heimslistanum og er innan við 1 stig frá Rory, sem er með 11, 47.

Annars er staða efstu 7 á heimslistanum óbreytt:y Rory í 1. sæti; Tiger í 2. sæti; Luke Donald í 3. sæti; Brandt Snedeker í 4. sæti; Justin Rose í 5. sæti; Louis Oosthuizen í 6. sæti og Adam Scott í 7. sæti.

Í 8. sæti er breyting en þar er nú Steve Stricker, sem varð í 2. sæti á WGC Cadillac Championship, hækkar sig úr 13. sætinu.

Heimsmeistarinn í holukeppni, Matt Kuchar fer úr 8. sætinu  niður í 9. sætið og Phil Mickelson er kominn inn á topp-10 þ.e. í 10. sætið úr 12. sætinu.

Lee Westwood fer úr 9. sætinu í 11. sætið; Ian Poulter fer úr 10. sætinu í það 12. og Bubba Watson úr 11. sætið í 13. sætið.  Þannig að það eru smábreytingar á toppnum.

Scott Brown, sem sigraði á Puerto Rico mótinu á PGA Tour fer upp í  160. sætið úr 291. sætinu þ.e. hann stekkur upp heimslistann um 131 sæti!

Til þess að sjá stöðuna á heimslistanum í þessari viku SMELLIÐ HÉR: