Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson var í sigurliði Mississippi State á Tiger mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær leik á Tiger Invittational mótinu, en mótið stóð dagana 11.-12. mars og fór fram á  Grand National Lake golfvellinum, í Opelika, Alabama. Völlurinn er hluti af svokölluðum RTJ Trail í Alabama þ.e. einn af völlum hönnuðum af hinum fræga golfvallararkítekt Robert Trent Jones.  Skoða má vellina á RTJ Trail með því að SMELLA HÉR: Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Axel spilaði samtals á 223 höggum (73 73 77) og varð á 2. besta skori í liði sínu.  Hann lauk keppni í 10. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Mississippi State varð hins vegar í 1. sæti og átti Axel og frábær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og lið USF í 9. sæti á Hawaii eftir 1. dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Fransisco (skammst.: USF) hófu leik á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu í Kaneohe Klipper, á Hawaii seint í gær.  Það er 10 tíma tímamismunur á Hawaii og Íslandi, þannig að Eygló Myrra hóf ekki leik fyrr en kl. 13:00 að staðartíma, sem var kl. 23:00 í gærkvöld hjá okkur og hringurinn hefir því klárast kl. 3:00-4:00 að okkar tíma í nótt. Þátttakendur í mótinu eru 94 frá 17 háskólum. Meðal áhorfenda í mótinu eru foreldrar Eyglóar Myrru. Eygló Myrra lék fyrstu 2 hringina á samtals 159 höggum (81 78); bætti sig um 3 högg milli hringja.  Hún er T-51 í einstaklingskeppninni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 07:00

Lið Evrópu í Ryder Cup 2012 valið Laureus heimslið ársins

Bandaríkjamenn þörfnuðust aðeins 4½ stiga í 12 tvímenningsleikum sunnudagsins á Medinah golfvellinum í Chicago, en það var lið Evrópu undir forystu  José María Olazábal,  sem vann 8 sigra og náði að halda jöfnu í 9 leiknum og hafði betur í  14½-13½ sigri. Hin virtu Laureus heimslið ársins verðlaun voru veitt þeim Ian Poulter  og liðsfélögum hans Nicolas Colsaerts, Peter Hanson, Paul Lawrie og Francesco Molinari í gær, en þeir voru fulltrúar Ryder Cup liðs Evrópu. Ian Poulter sagði m.a., „Við færum Laureus þakkir.  Þetta hefir heilmikla þýðingu fyrir alla í Ryder Cup liðinu. Þar sem goðsagnir íþróttanna hafa valið okkur þá er sérstakt að halda á bikarnum.“ Poulter þakkaði liðsandanum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Whitney Hillier – (25. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Aaron Watkins (8. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.  Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir, sem og þeir tveir sem deildu 20. sætinu þeir  Si Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 15:00

Golfgrín á þriðjudegi

Eftir sérstaklega slæman dag á golfvellinum, fer mjög vinsæll klúbbfélagi úr klúbbhúsinu og er að halda heim á leið. Þegar hann gengur yfir bílastæðið í áttina að bílnum sínum stoppar lögreglumaður hann og spyr: „Slóstu teighöggið þitt á 16. braut fyrir u.þ.b. 20 mínútum? „Já,“ svaraði kylfingurinn. „Það getur vel passað.“ „Húkkaðirðu boltann þinn þannig að hann flaug yfir trén og út af braut?“ „Já, hvernig vissirðu?“ spurði kylfingurinn. „Nú,“ sagði lögreglumaðurinn, alvarlegur í bragði. „Boltinn þinn flaug á hraðbrautina og braut framrúðuna hjá einum ökumanni þar. Bíllinn varð stórnlaus vegna þess að manninum brá svo og hann olli 5 bíla árekstri, þ.á.m. brunaliðsbíls, sem var í miðju útkalli, komst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 14:00

30 bestu golfbuxur John Daly

Skrautfuglinn og tvöfaldi risamótsmeistarinn John Daly lífgar upp á sérhvern golfvöll í litríkum golffatnaði sínum. Þeir hjá Fox Sports hafa nú tekið saman 30 bestu golfbuxurnar sem John Daly hefir heillað áhorfendur með í gegnum tíðina. Til þess að sjá myndaseríu Fox Sports yfir 30 bestu golfbuxur John Daly SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Fannar Elvarsson – 12. mars 2012

Það er Skagamaðurinn Axel Fannar Elvarsson, GL, sem er afmæliskylfingur dagsins en Axel Fannar er fæddur 12. mars 1998 og á því 15 ára afmæli í dag!!! Axel Fannar hefir m.a. spilað m. á Arionbankamótaröð unglinga með góðum árangri. Hann stundar nám við Grundaskóla á Akranesi. Foreldrar hans eru Anna Guðbjörg Lárusdóttir og Sigurður Elvar Þórólfsson og hann á 2 systkini, Ísak Örn og Elísu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Wallace William „Wally“ Ulrich, f. 12. mars 1921 – d. 7. apríl 1995; Nubohito Sato, 12. mars 1970 (43 ára);  W-7 módelið Minea Blomqvist, 12. mars 1985 (28 ára) og Sharmila Nicollet 12. mars 1991 (22 ára). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 11:00

Nýju gleraugun hans Pádraig Harrington eru komin til að vera

Í WGC-Championship nú s.l. helgi varð Írinn Pádraig Harrington í 39. sæti, heilum 19 sætum á eftir sigurvegaranum Tiger Woods. Samt var hann ánægður með árangurinn. Hann lýsti því nefnilega yfir eftir mótið að þetta væri í fyrsta sinn í FIMM ÁR sem hann mislæsi ekki pútt á flötunum …. þökk væri nýju gleraugunum hans. Harrington hefir hvorki sigrað á Evróputúrnum né PGA Tour frá því að hann vann síðast í Oakland Hills á US PGA í ágúst 2008. „Gleraugun?“ sagði Harrington í spurnartón „Þú eru ný og eru komin til að vera. Ég þarfnast þeirra til þess að sjá betur. Eldri gleraugun mín voru ágæt nema fyrir styrkleikann, Þessi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra hefur leik á Hawaii í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Fransisco hefja leik á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu í Kaneohe Klipper, á Hawaii í dag.  Það er 10 tíma tímamismunur á Hawaii og Íslandi, þannig að Eygló Myrra hefur ekki leik fyrr en kl. 13:00 að staðartíma, sem er kl. 23:00 í kvöld hjá okkur. Þátttakendur í mótinu eru um 90 frá 17 háskólum. Meðal áhorfenda í mótinu eru foreldrar Eyglóar Myrru. Til þess að fylgjast með gengi Eyglóar Myrru og golfliði USF í Hawaii SMELLIÐ HÉR: