Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 17:40

Mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu – Krakkarnir „okkar“ við keppni víðsvegar um Bandaríkin

Það er heilmikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu og margir Íslendingar við nám í bandarískum háskólum að keppa í golfi nú í byrjun viku.

Auk Axels Bóassonar, GK og Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, GR hófu eftirfarandi kylfingar keppni í dag, víðsvegar um Bandaríkin en því miður er ekki hægt að „fylgjast með í beinni“ í gegnum linka eins og hjá tveimur framangreindum kylfingum, en greint verður frá úrslitum eins fljótt og þau liggja fyrir, í mótum sem þau taka þátt í:

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. hófu í dag leik í 2 daga móti, Hilton Head Invitational í Suður-Karólínu.

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 hóf í dag keppni á tveggja daga móti, TaylorMade Adidas Intercollegiate á Dataw Island, í Suður-Karólínu. Ekki er á þessari stundu vitað hvort Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK,  keppir líka í mótinu, en það mun skýrast.

Loks hóf Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, keppni í dag í 2 daga móti, Southern California Intercollegiate , í Mission Viejo, Kaliforníu.