Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 18:55

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Taggart Ridings (7. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.  Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir og komið að þeim tveimur sem deildu 20. sætinu Si Woo Kim frá Suður-Kóreu, sem kynntur var í gær  og Taggart (alltaf kallaður Tag) Ridings, sem kynntur verður í dag.

Taggart Twain Ridings  fæddist 7. september 1974 í Oklahoma City, Oklahoma og er því 38 ára.

Það var pabbi Tag, sem er golfkennari í South Lakes golfklúbbnum í Jenks, Oklahoma, sem kom stráknum sínum af stað í golfinu.  Tag spilaði með golfliði University of Arkansas og útskrifaðist 1997 með gráðu í markaðsfræðum.  Seinna þetta sama ár gerðist hann atvinnumaður í golfi.

Tag Ridings  hefir spilað á Nationwide Tour og PGA Tour frá árinu 2002 og hefir unnið sér inn yfir $1 milljón dollara í verðlaunafé þó hann hafi sjaldnast verið meðal þeirra efstu á skortöflunni. Jafnvel þó hann hafi aldrei unnið PGA Tour mót þá er besti árangur hans T-2 árangur á Michelin Championship í Las Vegas, árið 2004. Besta keppnistímabil Tag á PGA Tour var 2005  — þá varð hann í 91. sæti á peningalistanum með verðlaunafé upp á næstum  $900,000.

Nokkrar einskinsnýtar staðreyndir um Tag Ridings:

Hann hefir náð því að fara holu í höggi í móti í  Shoal Creek GC, en týndi boltanum sínum 2 holum síðar.

Tag Ridings segir  Gary Player vera fyrirmynd sína í golfinu.