Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 08:00

Rory McIlroy og Michael Jordan spila saman í innanfélagsmóti gegn Tiger og Ahmad Rashad

Nr. 1 og 2 á heimslistanum, Rory og Tiger er báðir félagar í The Bears Club  í Palm Beach Gardens, Flórída …. og það eru einnig körfuboltastjarnan Michael Jordan og bandaríska ruðningsboltahetjan Ahmad Rashad.

Rory og MJ og Tiger og Rashad munu keppa gegn hver öðrum Stabbleford fjórboltaleik.  Hver sagði að Rory myndi ekki keppa í neinu öðru fyrr en á Shell Houston Open?

Aðspurður um þessa keppni eftir WGC-Cadillac Championship sagði Rory:„ (Jordan) bað mig um að spila með sér og ég ætla að sjá til, en það fer svolítið eftir hvernig dagskrá mín lítur út og hvar ég verð að vera, en það eru nokkrir hlutir sem ég verð að gera í næstu viku, þannig að ég ætla að sjá til.“

Rory hefir nú ýtt öllu til hliðar til að geta spilað með MJ á móti þeim Tiger og Rashad.