Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 17:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 6. sæti eftir 1. dag General Hackler Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State University (ETSU) hóf í dag leik á General Hackler Championship.

Mótið stendur dagana 11.-12. mars og spilað er á TPC Myrtle Beach í Murrells Inlet, Suður-Karólínu. Þátttakendur eru 63 frá 11 háskólum

Eftir fyrsta dag er golflið ETSU í 6. sæti og Guðmundur Ágúst á 4. besta skori liðsins og telur það því í árangri liðsins.

Í einstaklingskeppninni er Guðmundur Ágúst í T-43, spilaði á 7 yfir pari, 79 höggum. Enn eiga nokkrir eftir að ljúka leik þegar þetta er ritað og geta því sætistölur breyst aðeins.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Gerneral Hackler Championship SMELLIÐ HÉR: