Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2013 | 16:55

PGA: McDowell var ekki nógu ákveðinn í púttunum á WGC-Cadillac Championship

Norður-Írinn, Graeme McDowell, var í 2. sæti mestallt WGC-Cadillac Championship en lauk síðan keppni jafn 3 öðrum í 3. sæti.

„Allt frá teig og að flöt gerði ég allt sem almennt séð varð að gera,“ sagði Graeme eftir keppnina.

„Ég fór að pútta svolítið varfærnar þegar þessar flatir urðu, þéttari, hraðari og krústukenndari. Mér fannst eins og allur taktur minn, allur hraðinn yrði hægari.“

„Ég var ekki að pútta með sömu ákveðni og á föstudaginn og ég held að það hafi leitt til svolítils pirrings miðja vegu á seinni 9 í gær.“

„En svo hvernig Tiger spilaði, þá held ég að ég hafi bara verið í eltingarleik við hann allan tímann og mér var farið að finnast of mikið að ég yrði að setja púttin niður og reyna að ná honum í staðinn fyrir að leyfa leiknum að flæða.“

„Síðasta skiptið sem mér fannst ég geta náð Tiger var í gær, en járnaleikur hans var undir ótrúlegri stjórn af hans hálfu alla vikuna og stutta spilið hans var óaðfinnanlegt.“

„Hann púttaði virkilega vel og það var erfitt að ná honum og frá 10.-14. holu hjá mér í gær, það markaði viðsnúninginn, því það var virkilega erfitt að ná honum eftir það.“

„Ég setti svolitla pressu á hann með fuglum en hann bara náði nokkrum sjálfur.“

„Það var sanngjarnt að hann (Tiger) ynni, hann spilaði frábært golf s.l. daga og hann er frábær sigurvegari.“

Graeme McDowell spilar næst á Arnold Palmer Invitational 21. mars n.k.