Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 09:00

PGA: 5 bestu höggin á WGC-Cadillac Championship og Puerto Rico Open – Myndskeið

Hér á eftir koma 5 eftirminnilegustu og bestu höggin frá PGA mótum helgarinnar á WGC Cadillac Championship og frá Puerto Rico Open.

Fimmta besta höggið var valið glompuhögg Sergio Garcia, 2. högg hans á par-3 15. holunni sem ótrúlegt nokk fór beint ofan í holu fyrir fugli.  Fjórða besta höggið var 2. högg Zach Johnson á 11. holu á 2 hring mótsins. Þriðja besta höggið var ás Jordan Spieth, frá Texas, á 11. holu Trump International golfvallarins í Rio Grande á 3. hring mótsins.

Næstbesta höggið var gangstéttarhögg Phil Mickelson og svo átti Tiger sjálfur fallegasta höggið.

Til þess að sjá myndskeið með 5 bestu höggunum á PGA Tour nú um helgina SMELLIÐ HÉR: