Nýju stúlkurnar á LET 2013: Elina Nummenpaa – (24. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon luku leik í 9. sæti á JMU Eagle Landing mótinu í Flórída
Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon luku í gær leik á JMU/Eagle Landing Invite, í Orange Park, Flórída. Spilað var í Eagle Landing golfklúbbnum í Orange Park, Flórída og má skoða heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Völlurinn er 7037 yarda par-72 hannaður af Clyde Johnston. Þátttakendur í mótinu voru 97 frá 17 háskólum. Sunna og golflið Elon luku leik í 9. sæti í mótinu, sem hljóta að vera vonbrigði því báða dagana þar áður var Elon búið að vera í 2. sæti í mótinu. Í einstaklingskeppninni lék Sunna á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (77 74 84) varð T-58 og átti afar slakan lokahring líkt og allar í liði Elon. Hún Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 14. sæti á Darius Rucker mótinu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „the Demon Deacons“ golflið Wake Forest luku í gær leiki á Darius Rucker Intercollegiate mótinu. Spilað var á golfvelli Long Cove klúbbsins, á Hilton Head Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Ólafía Þórunn lék á samtals 26 yfir pari, 239 höggum (77 84 78). Hún bætti sig um 6 högg frá 2. hring og fór við það upp um 2 sæti. Ólafía Þórunn var á 4. besta skori Demon Deacon liðsins og taldi það því, en í liðakeppninni varð Wake Forest í næstneðsta eða 14. sætinu. Næsta mót Ólafíu Þórunnar og Wake Forest er LSU Golf Classic, í Baton Rouge, Louisiana, dagana 22.-24. Lesa meira
PGA: Hápunktar og högg 4. dags á WGC-Cadillac Championship – Viðtal við Tiger
Það hefir eflaust ekki farið framhjá neinum að Tiger Woods sigraði í 76. sinn á PGA Tour í gær og þarf nú aðeins að sigra 7 sinnum í viðbót til þess að slá við meti sem Sam Snead á, yfir flesta sigra á PGA Tour, eða alls 82. Í mótinu var Tiger með 27 fugla, en hann fékk „aðeins“ 3 fugla síðasta daginn og má sjá myndskeið af þeim hér: fugl Tiger á 2. holu Bláa Skrímslisins SMELLIÐ HÉR; fugl Tiger á 4. holu Bláa Skrímslisins SMELLIÐ HÉR: fugl Tiger á 10. holu Bláa Skrímslisins SMELLIÐ HÉR: Til þess að rifja upp hápunkta gærdagsins á WGC-Cadillac Championship SMELLIÐ HÉR: Til Lesa meira
PGA: Scott Brown sigraði á Puerto Rico Open – Hápunktar og högg 4. dags
Það var bandríski kylfingurinn Scott Brown sem sigraði á Puerto Rico Open, sem fram hefir farið nú um helgina á Trump International golfvellinum í Rio Grande, Puerto Rico. Brown spilaði á samtals 268 höggum (68 63 67 70). Í 2. sæti urðu Jordan Spieth frá Texas og Fabian Gomez aðeins 1 höggi á eftir Brown. Í 4. sæti urðu PGA nýliðinn Justin Bolli og Justin Stuard enn öðru höggi á eftir á samtals 270 höggum og 6. sætinu deildu þeir Andres Romero frá Argentínu og Titleist erfinginn Peter Uihlein á samtals 271 höggi, hvor. Þekktari nöfnin eru mun neðar á skortöflunni, t.a.m. varð Camilo Villegas T-18, Angel Cabrera T-30 og Lesa meira
Hver er kylfingurinn Scott Brown?
Hver er kylfingurinn Scott Brown? Scott Brown er sigurvegari Puerto Rico Open 2013 er eitt svarið. Við það hlýtur hann kortið sitt á PGA Tour næstu 2 árin! …. sem er mikill léttir fyrir Brown því hann varð í 148. sæti á peningalistanum 2012 og gat því ekki endurnýjað kortið þannig eftir heldur dapurt nýliðaár 2012 á PGA Tour og eins tók hann ekki þátt í Q-school. Scott Brown fæddist 22. maí 1983 í Augusta, Georgia og verður því 30 ára eftir rúma 2 mánuði. Hann spilaði golf með II. deildar háskólaliðinu Universtiy of South Carolina, Aiken. Brown gerðist atvinnumaður 2006 og byrjaði ferilinn á því að leika á minni Lesa meira
PGA: Tiger Woods sigraði á WGC-Cadillac Championship
Tiger Woods bar sigur úr býtum í WGC-Cadillac Championship nú rétt í þessu. Hann spilaði á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 65 67 71). Tiger spilaði lokahringinn af öryggi lauk keppni á 1 undir pari 71 höggi; fékk 3 fugla, 13 pör og 2 skolla. Þetta er 76. sigur Tiger á PGA Tour. Tiger sagði að sér hefði liðið vel alla vikuna og spilað vel og þakkaði „Steve“ (Stricker) fyrir púttlexíuna áður en hann tók við sigurbikarnum. Steve Stricker varð í 2. sæti á samtals 17 undir pari, 271 höggum (67 67 69 68). Hann var spurður að því að leikslokum hvort hann sæi eftir að hafa tekið Tiger Lesa meira
Lokahringur WGC-Cadillac Championship í beinni á netinu
Á Bláa Skrímslinu á Doral í Miami reyna 64 bestu kylfingar heims með sér þessa vikuna á Cadillac Championship. Alla þrjá mótsdagana er Tiger Woods búinn að vera efstur og spennandi hvort honum takist að halda forystu og e.t.v. sigra í kvöld. Útsending frá lokahringnum á netinu hefst nú kl. 20:00. Til þess að sjá WGC-Cadillac Championship í beinni SMELLIÐ HÉR:
LET: Suzann Pettersen sigraði á World Ladies Championship í Kína
Það var norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem stóð uppi sem sigurvegari á World Ladies Championship. Suzann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (70 67 67 66) og átti 1 högg á Inbee Park, frá Suður-Kóreu sem varð í 2. sæti. Í 3. sæti varð Shanshan Feng, frá Kína á samtals 11 undir pari, en hún var heilum 7 höggum á eftir Suzann og 6 höggum á eftir Inbee Park. „Mér fannst eins og það væri 64 í spilunum í dag og ég byrjaði vel,“ sagði Suzann m.a. eftir að sigur hennar lá ljós fyrir. „Markmið mitt var að komast 20 undir par. Ég sagði við sjálfa mig Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Laura Cabanillas – (23. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira









