Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Whitney Hillier – (25. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem deildu með sér 36. sætinu; 30. sætinu; 25. sætinu og 20. sætinu en í því síðastgreinda voru fimm stúlkur: Elina NummenpaaLaura CabanillasMaha HaddiouiVirginia Espejo og Sarah King en Elina var kynnt í gær.

Næst beinum við sjónum okkar að 3 stúlkum sem deildu 17. sætinu,  áströlsku stúlkunni Whitney Hillier, indversku fegurðardísinni Sharmilu Nicolette og Daníelu Holmqvist frá Svíþjóð, sem þegar hefir komist í fréttirnar á nýliðaári sínu, þar sem hún þótt sýna hugarstyrk þegar hún var bitin af svörtu ekkjunni, köngulónni þegar hún var við keppni í Ástralíu, nú fyrr á árinu, en þar dró hún upp tí og risti á bitið þannig að eitrið (tær vökvi að því er hún sagði) gæti runnið út.

Við byrjum á því að kynna Whitney Hillier í kvöld.

Whitney Hillier

Whitney Hillier

Fullt nafn: Whitney Hillier.

Ríkisfang: áströlsk.

Fæðingardagur: 1. desember 1990.

Fæðingarstaður: Geraldton

Gerðist atvinnumaður: 1. janúar 2013

Hæð: 1,75 m

Hárlitur: Brúnn karamellulitur.

Augnlitur: Brúnn.

Byrjaði í golfi: 16. júlí 1997.

Er félagi í: Joondalup Golf Club í Ástralíu.

Mestu áhrifavaldarnir í golfinu: þjálfarinn David Milne, andlegi þjálfinn Lawrie Montague og foreldrar.

Áhugamál: að fara á ströndina, hlusta á tónlist, ferðast og synda.

Frægir ættingjar: David Mould, knapi fyrir drottningamóðurina og Marion Mould, sem keppni í sýningarstökki (á hestbaki).

Áhugamannsferill: sigraði á Lake Macquarie 2012, sigraði á Riversdale Cup 2012,  varð Malaysian Amateur champion, 2012, varð Trans national meistari í höggleik, tók þátt í Espirito Santo Amateur Team Championships, 2012 en Ástralir urðu í 3. sæti.

Hápunktar á ferlinum: Þátttaka í St Andrews Junior Ladies Open 2006; ástralskur unglingameistari 2008; í golflandsliði Ástralíu.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-17.