Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra hefur leik á Hawaii í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Fransisco hefja leik á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu í Kaneohe Klipper, á Hawaii í dag.  Það er 10 tíma tímamismunur á Hawaii og Íslandi, þannig að Eygló Myrra hefur ekki leik fyrr en kl. 13:00 að staðartíma, sem er kl. 23:00 í kvöld hjá okkur.

Þátttakendur í mótinu eru um 90 frá 17 háskólum. Meðal áhorfenda í mótinu eru foreldrar Eyglóar Myrru.

Til þess að fylgjast með gengi Eyglóar Myrru og golfliði USF í Hawaii SMELLIÐ HÉR: