
Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Aaron Watkins (8. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.
Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir, sem og þeir tveir sem deildu 20. sætinu þeir Si Woo Kim frá Suður-Kóreu og sá sem kynntur var í gær, Taggart (alltaf kallaður Tag) Ridings.
Nú er komið að 3 bandarískum strákum sem deildu 17. sætinu í Q-school þeim Aaron Watkins, Scott Langley og Derek Ernst. Við byrjum á Watkins:
Aaron Watkins fæddist 24. júlí 1982 í Winter Park, Flórída og er því 30 ára. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Kansas State University og gerðist síðan atvinnumaður 2004.
Watkins var í 2 ár á Gateway Tour þar sem hann sigraði 1 sinni. Hann spilaði síðan á Nationwide Tour árin 2007 og 2010–12. Besti árangur hans þar var þegar hann tapaði í bráðabana fyrir Steve Pater í Pacific Rubiales Bogota Open, 2010.
Árið 2009, spilaði Watkins í fyrsta sinn á PGA Tour eftir að hafa komist í gegnum öll 3 stig úrtökumóts PGA Q-school. Besti árangur hans 2009 á PGA Tour var T-7 árangur á Zurich Classic of New Orleans, en hann komst aðeins í gegnum niðurskurð 6 sinnum og missti kortið sitt í lok tímabils.
Watkins komst í gegnum úrtökumót fyrir 2012 U. S. Open risamótið og stóð sig ágætlega þar varð T-15, þ.e. deildi 15. sætinu.
Aaron Watkins er kvæntur Jessicu og þau eignuðust litla dóttur 2011, sem hlaut nafnið Ady. Fjölskyldan býr í Mesa, Arizona.
Nokkrar staðreyndir um Aaron Watkins:
Aaron spilar reglulega golf með pabba sínum í Alta Mesa CC í Mesa, Arizona á laugardögum og við afa sinn á fimmtudögum. Fimm félagar hans úr menntaskólanum í Mesa Arizona hafa gerst atvinnumenn í golfi.
Aaron byrjaði að spila golf 14 ára.
Hann segir að fæðing dóttur hans sé það skemmtilegasta sem hann hafi upplifað utan golfíþróttarinnar.
Á boltamerkinu hans er mynd af dótturinni, Ady.
Aaron Watkins ferðast aldrei án iPadsins síns.
Meðal uppáhaldsliða hans eru Kansas State og öll atvinnumannslið frá Arizona.
Uppáhaldsvefsíður eru facebook.com og espn.com.com.
Uppáhaldstónlist og matur eru sveitatónlist (ens. country music) og mexíkanskur matur.
Uppáhaldsbók Aarons er nokkuð góð: „I Hope They Serve Beer in Hell!“
Head-cover-ið hans er merkt Kansas State háskóla.
Spilaði í 1 ár með Charlie Beljan (sem líka er á PGA Tour) í menntaskóla í Red Mountain High School in Mesa, Ariz., en þeir hafa verið vinir frá því þeir voru smápattar.
Ekki margir vita að Aaron Watkins verður að hafa allt í skipulagi.
Hægt er að fylgjast með Aaron Watkins á Twitter: @adubwatkins.
- júní. 7. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía M. Jónsdóttir – 7. júní 2023
- maí. 19. 2023 | 19:00 GKS: GA tekur við rekstri Siglo Golf
- maí. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2023
- apríl. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórey Petra ——– 18. apríl 2023
- apríl. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Björk Ólafsdóttir – 17. apríl 2023
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1