Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2013 | 11:00

Nýju gleraugun hans Pádraig Harrington eru komin til að vera

Í WGC-Championship nú s.l. helgi varð Írinn Pádraig Harrington í 39. sæti, heilum 19 sætum á eftir sigurvegaranum Tiger Woods.

Samt var hann ánægður með árangurinn. Hann lýsti því nefnilega yfir eftir mótið að þetta væri í fyrsta sinn í FIMM ÁR sem hann mislæsi ekki pútt á flötunum …. þökk væri nýju gleraugunum hans.

Harrington hefir hvorki sigrað á Evróputúrnum né PGA Tour frá því að hann vann síðast í Oakland Hills á US PGA í ágúst 2008.

„Gleraugun?“ sagði Harrington í spurnartón „Þú eru ný og eru komin til að vera. Ég þarfnast þeirra til þess að sjá betur. Eldri gleraugun mín voru ágæt nema fyrir styrkleikann, Þessi nýju (gleraugu) eru frábær.“

„Mér gengur svo sannarlega betur að lesa flatirnar. Ég verð að treysta þessu aðeins betur en eftir því sem vikurnar líða hugsa ég að ég muni gera það.  Ég mislas ekki eitt einasta pútt ,í fyrsta sinn í fimm ár!“

Harrington tíar næst upp á Greg Norman hannaða Thana City Golf & Sports Club í Bankok á OneAsia Tour móti, Thailand Open, sem fram fer 14.-17. mars þ.e. í þessari viku og  er samvinnuverkefni  OneAsia Tour og  japanska golfsambandsins.  Síðan tekur Harrington þátt í  Maybank Malasían Open í Malasíu í vikunni þar á eftir en það mót er mót á dagskrá Evrópumótaraðarinnar.