Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson var í sigurliði Mississippi State á Tiger mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær leik á Tiger Invittational mótinu, en mótið stóð dagana 11.-12. mars og fór fram á  Grand National Lake golfvellinum, í Opelika, Alabama. Völlurinn er hluti af svokölluðum RTJ Trail í Alabama þ.e. einn af völlum hönnuðum af hinum fræga golfvallararkítekt Robert Trent Jones.  Skoða má vellina á RTJ Trail með því að SMELLA HÉR:

Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Axel spilaði samtals á 223 höggum (73 73 77) og varð á 2. besta skori í liði sínu.  Hann lauk keppni í 10. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Mississippi State varð hins vegar í 1. sæti og átti Axel og frábær leikur hans stóran þátt í sigrinum!!! Glæsilegt hjá Axel og Mississippi State!!!

Axel og Mississippi State spila næst á Seminole Intercollegiate mótinu í Tallahassee, Flórída, dagana 15.-17. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Tiger Invitational SMELLIÐ HÉR: