Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont luku leik í 5. sæti á Southern California Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey léku dagana 11. -12. mars á Southern California Intercollegiate í Mission Viejo CC, Kaliforníu. Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum. Arnór Ingi lauk keppni T-36 í einstaklingskeppninni, á samtals 236 höggum (77 79 80). Golflið Belmont Abbey varð T-5 í liðakeppninni og taldi skor Arnórs Inga en hann var á 3. besta skori liðsins. Næsta mót Arnórs Inga og golfliðs Belmont Abbey er Bearcat Invitational sem fram fer í Greenwood, Suður-Karólínu, dagana 26.-27. mars n.k. Til þess að sjá úrslitin úr Southern Californía Intercollegiate Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og USF luku leik í 10. sæti á Hawaii

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Fransisco (skammst.: USF) luku í gær leik á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu í Kaneohe Klipper, á Hawaii. Þátttakendur í mótinu voru 94 frá 17 háskólum. Meðal áhorfenda í mótinu eru foreldrar Eyglóar Myrru. Eygló Myrra lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum  (81 78 76) og bætti sig með hverjum hringnum.  Hún var T-51 eftir fyrri keppnisdag en lauk keppni ein í 41. sæti í einstaklingskeppninni.  Eygló Myrra var á 3. besta skori í liði USF. Í liðakeppninni varð lið USF í 10. sæti og taldi skor Eyglóar Myrru. Næsta mót Eyglóar Myrru og USF er West Coast Conference Championship, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 08:00

Brotist inn í klúbb Rory McIlroy á N-Írlandi

Vopnaðir ræningjar brutust inn í golfklúbbinn þar sem nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sté fyrstu skref sín í golfíþróttinni, Holywood Golf Club, á Norður-Írlandi, en komust sem betur fer ekki í burt með neitt sem tilheyrði Rory. Írskt dagblað greinir frá því að grímuklædd klíka manna, þar sem einn var með riffil hafi ráðist inn í klúbbinn kl. 10 sunnudagskvöldið meðan Rory var að spila fyrsta glæsihring ársins upp á 65 högg á WGC – Cadillac Championship. Glæpaklíkan krafðist peninga og ógnaði tveimur félögum áður en þeir flúðu án þess að hafa nokkuð upp úr krafsinu. Mynd af Rory og pabba hans Gerry í Holywood Golf Club. Tveir starfsmenn klúbbsins, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 20:00

Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir á pari eftir 1. dag í Charlotte

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK taka nú þátt í The Championship at Ballantyne Country Club, sem er mót á eGolf Professional Tour. Spilað er á golfvelli Ballantyne CC, í Charlotte, Norður-Karólínu. Báðir luku leik á parinu eftir 1. hring, þ.e. 72 höggum.   Birgir Leifur fékk 3 fugla, 13 pör, 1 skolla og 1 skramba á hring sínum en Ólafur Björn fékk 3 fugla, 12 pör og 3 skolla á sínum hring. Aðstæður til golfleiks voru erfiðar vegna mikilla rigninga, sbr. færslu Ólafs Björns á facebook síðu sína: „Vindurinn og bleytan stríddi mér svolítið  (Í gær), ég fann margar glompur og þurfti þar nokkrum sinnum að láta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 19:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Derek Ernst (9. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.  Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir, sem og þeir tveir sem deildu 20. sætinu þeir  Si Woo Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Sharmila Nicolette – (26. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 15:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 5. sæti á General Hackler mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið East Tennessee State University (ETSU) luku í gær leik á General Hackler Championship. Mótið stóð dagana 11.-12. mars og var spilað á TPC Myrtle Beach í Murrells Inlet, Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 63 frá 11 háskólum. Guðmundur Ágúst lék á samtals 226 höggum (79 77 70) og bætti sig með hverjum hring. Hann var á 3. besta skori ETSU og í 21. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð golflið ETSU í 5. sæti og þar taldi fínt skor Guðmundar Ágústs!!! Guðmundur Ágúst og golflið ETSU spila næst á Furman Intercollegiate, sem fram fer dagana 22.-24. mars í Greenville, Suður-Karólínu. Til þess að úrslitin á Gerneral Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 14:45

Jörðin opnaðist og kylfingur hvarf niður í 3 metra holu á 14. braut Annbriar golfvallarins í Illinois – Myndskeið

Kylfingur frá Missouri  í Bandaríkjunum, Mark Mihal, skemmti sér vel í golfi þegar hann tók eftir dæld á 14. braut Annbriar golfklúbbsins í Suður-Illinois. Hann sagði eitthvað á þá leið við spilafélaga sinn að það myndi nú vera lítið skemmtilegt að slá þarna upp úr og fór til þess að líta nánar á dældina. Hann steig aðeins eitt skref á dældina og jörðin gaf sig undan fótum hans og hann húrraðist niður í 3 metra pytt.  Það tók vini hans um 20 mínútur að draga hann upp úr með reipi. En reynslan skilur eftir sig ör því Mihal var að vonum skelfdur sérstaklega eftir nýlegar fréttir þess efnis að maður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Jónasson – 13. mars 2013

Það er Benedikt Jónasson, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Benedikt er fæddur 13. mars 1957 og  því 56 ára í dag. Benedikt er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði og má oft sjá hann spila á Hvaleyrinni á sumrin. Hann er kvæntur Ingveldi Ingvarsdóttur, formanni kvennanefndar Keilis. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru:  Andy Bean, 13. mars 1953 (60 ára stórafmæli!!!); Graeme Storm, 13. mars 1978 (35 ára); Maria Beautell, 13. mars 1981 (32 ára) ….. og …. Ari Magnússon F. 13. mars 1992 (21 árs) Professionails Gelneglur Aldís F. 13. mars 1982 (31 árs) Ríkharð Óskar Guðnason F. 13. mars 1985 (28 ára) Sturla Höskuldsson F. 13. mars 1975 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 11:00

Frægir kylfingar: Samuel L Jackson tíar upp í Joburg

Ef leikarinn Samuel L Jackson hefði fengið tækifæri í lífinu telur hann að hann gæti hafa orðið jafn góður kylfingur og hann er leikari. „Ég ólst upp í fátækrahluta Tennessee, og í hverfinu okkar notuðum við Quaker Oats box fyrir fótbolta og hnullung umvafinn dagblaði, sem hafnarbolta,“ sagði hinn hressi 64 ára leikari, sem komið hefir fram í yfir 100 kvikmyndum þ.á.m.  Pulp Fiction. Jackson er þessa dagana í Suður-Afríku við tökur á kvikmyndinni Kite og tók þátt í Telkom PGA Championship pro-am í Country Club Johannesburg (Joburg) í gær sem sérlegur gestur framkvæmdastjóra Sólskinstúrsins, Selwyn Nathan. „Það var ekki nokkur leið“ sagði Samuel með áherslu „að krakkar eða unglingar Lesa meira