Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 13. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og lið USF í 9. sæti á Hawaii eftir 1. dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Fransisco (skammst.: USF) hófu leik á Dr. Donnis Thompson Invitational mótinu í Kaneohe Klipper, á Hawaii seint í gær.  Það er 10 tíma tímamismunur á Hawaii og Íslandi, þannig að Eygló Myrra hóf ekki leik fyrr en kl. 13:00 að staðartíma, sem var kl. 23:00 í gærkvöld hjá okkur og hringurinn hefir því klárast kl. 3:00-4:00 að okkar tíma í nótt.

Þátttakendur í mótinu eru 94 frá 17 háskólum. Meðal áhorfenda í mótinu eru foreldrar Eyglóar Myrru.

Eygló Myrra lék fyrstu 2 hringina á samtals 159 höggum (81 78); bætti sig um 3 högg milli hringja.  Hún er T-51 í einstaklingskeppninni eftir 1 dag og á 3. besta skorinu í liði USF. Í liðakeppninni er lið USF í 9. sæti eftir 1. dag.

Til þess að fylgjast með gengi Eyglóar Myrru og golfliði USF í Hawaii SMELLIÐ HÉR: