LPGA: Jee Young Lee leiðir þegar RR Donnelley Founders Cup er hálfnað
Það er Jee Young Lee frá Suður-Kóreu, sem leiðir eftir 2. hring RR Donnelley Founders Cup, sem fram fer á Wildfire golfvellinum, í Phoenix, Arizona. Lee er samtals búin að spila á 15 undir pari, 129 höggum (65 64). Hún er fædd 2. desember 1985 og á því sama afmælisdag og m.a. Bjarki Pétursson, GB og Logi Bergmann Eiðsson. Í 2. sæti er forystukona gærdagsins og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Ai Miyazato aðeins 1 höggi á eftir á samtals 14 undir pari, 130 höggum (63 67). Í 3. sæti er svo Stacy Lewis á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65). Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum Lesa meira
PGA: Stefani enn í 1.sæti – Scott og Choi fast á eftir í 2. sæti á Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 2. dags
Nýliðinn á PGA Tour, Shawn Stefani heldur forystu eftir 2. dag Tampa Bay Championship…. en Ástralinn Adam Scott fylgir fast á hæla honum. Stefani er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum (65 70). Aðeins 1 höggi á eftir koma svo Scott og reyndar líka KJ Choi, frá Suður-Kóreu, á 6 undir pari, 136 höggum; Scott (70 66) og Choi (69 67). Fjórða sætinu deila Jason Dufner, Harris English, Brian Harman og Peter Tomasulo, 2 höggum á eftir Stefani á samtals 5 undir pari, 137 höggum hver. Tag Ridings og Sergio Garcia deila 8. sætinu á samtals 4 undir pari, hvor. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald Lesa meira
Tiger leikur sölumann í golfverslun í nýrri Nike-auglýsingu – Myndskeið
Munið þið eftir laginu „What if God was one of us“? Ef ekki þá er hér smá upprifjun SMELLIÐ HÉR: Á þessu þema virðist nýja Nike-auglýsingin með Tiger Woods í aðalhlutverki byggð. Hvað ef Tiger væri sölumaður í golfvöruverslun? Mynduð þið þekkja kauða? Væri það ekki einum of ótrúlegt að hann stæði þarna beint frammi fyrir ykkur? A.m.k. er hann frábær sölumaður! Til þess að sjá myndskeið með nýju Nike-auglýsingunni þar sem Tiger er í aðalhlutverki sem sölumaður í golfverslun SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Nirat Chapchai og Liang Wen-chong efstir þegar Avantha Masters er hálfnað
Það eru Thaílendingurinn Nirat Chapchai og Kínverjinn Liang Wen-chong sem eru efstir og jafnir þegar Avantha Masters er hálfnað. Báðir eru þeir Chapchai og Wen-chong búnir að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum en báðir eru búinir að spila á 66 höggum báða daga mótsins. Fjórir kylfingar deila síðan 3. sætinu 2 höggum á eftir á samtals 10 undir pari, hver en það eru þeir: Chawalit Plaphol frá Thaílandi, David Drysdale frá Skotlandi, Tommy Fleetwood frá Englandi og Finninn Joonas Granberg. Forystumaður gærdagsins Thaílendingurinn Chinnarat Phadungsil náði ekki að fylgja frábærum hring sínum upp á 61 högg eftir á fremur slakan hring upp á 74 högg í dag Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Scott Langley (10. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um. Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir, sem og þeir tveir sem deildu 20. sætinu þeir Si Woo Lesa meira
Rory farinn að æfa meira en kærestan
Caroline Wozniacki segir að kæresti hennar, heimsins besti í golfíþróttinni, Rory McIlroy hafi bætt sig svo mikið í ræktinni, að hann vilji nú æfa meira en hún. Caroline var mjög samviskusöm að fara í ræktina og það hvatti Rory áfram, en nú er hann búinn að taka æfingarnar á nýtt stig, jafnvel á svo hátt stig að það pirrar fyrrum nr. 1 í kvennatennis-num. „Jafnvel í fríum verð ég að segja við hann: Geturðu ekki tekið þér frí eina sekúndu? Ég vil ekki fara í ræktina. Ég vil ekki heyra um ræktina. Ég vil ekki fara að hlaupa. Ég vil bara slappa af,“ segir Caroline. „En hann svarar: „Nei förum í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Daníela Holmqvist – (27. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Nóg að gera hjá Steve Stricker
Steve Stricker er heilmikið að minnka við sig golfleik á PGA Tour – hins vegar er alltaf nóg að gera hjá honum s.s. fyrstu 48 tímarnir eftir 2. sætis árangur hans á Doral sýna. Strax á mánudaginn nú í vikunni varð Stricker að fljúga til LA þar sem hann lék í auglýsingu fyrir Avis. Hann missti af vélinni vegna þess að verið var að breyta yfir í sumartíma og það varð til þess að Phil Mickelson, vinur hans bauð honum far í vél til San Diego og þaðan leigði Stricker sér vél til LA. Hann var svo kominn heim aftur til Wisconsin kl. 2:00 eftir miðnætti til þess að geta Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Már Stefánsson – 15. mars 2013
Það er Stefán Már Stefánsson, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Stefán Már er fæddur 15. mars 1985 og er því 28 ára í dag. Stefán Már er stigameistari GSÍ 2011 og spilaði vorið 2012 á EPD-mótaröðinni þýsku, í Tyrklandi og Marokkó með góðum árangri og síðan á Eimskipsmótaröðinni hér heima s.l. sumar. Margs er að geta á löngum og farsælum ferli Stefáns Más og verður hér bara stiklað á stóru: Stefán Már hefir a.m.k. tvívegis farið holu í höggi á 2. og 17. braut í Grafarholtinu. Hann hefir m.a. átt fast sæti í liði GR í sveitakeppni karla og liði Reykjavíkur í bikarnum og spilað á stigamótaröð GSÍ. 2010 Í byrjun árs tók Stefán Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals urðu í 2. sæti á Hilton Head Lakes Inv – Stefanía Kristín og The Falcons í 9. sæti
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskóla „The Royals“ náðu þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Hilton Head Lakes Invitational í Suður-Karólínu, en mótið fór fram 11.-12. mars s.l. Þáttakendur voru 68 frá 13 háskólum. Íris Katla var á 3. besta skorinu í liði sínu og taldi því skor hennar í glæsiárangri „The Royals.“ Íris Katla lék á samtals 154 höggum (77 77) í einstaklingskeppninni og lauk keppni T-11, þ.e. deildi 11. sætinu með öðrum. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012, tók einnig þátt í mótinu ásamt golfliði Pfeiffer háskóla „The Falcons“ og var þetta 1. mótið á vordagskrá skólans og að því er best er Lesa meira










