Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Daníela Holmqvist – (27. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Þrjár stúlkur deildu með sér 17. sætinu Whitney Hillier, indverska fegurðardísin Sharmila Nicolette og Daníela Holmqvist frá Svíþjóð, sem þegar hefir komist í fréttirnar á nýliðaári sínu, þar sem hún þótt sýna hugarstyrk þegar hún var bitin af svörtu ekkjunni, köngulónni þegar hún var við keppni í Ástralíu, nú fyrr á árinu, en þar dró hún upp tí og risti á bitið þannig að eitrið (tær vökvi að því er hún sagði) gæti runnið út. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Það er einmitt Daníela sem verður kynnt hér á eftir:

Fullt nafn: Daníela Holmqvist.

Ríksifang: sænsk. 

Fæðingardagur: 3. maí 1988.

Fæðingarstaður: Berne, Sviss.

Gerðist atvinnumaður: 8. október 2012.

Hæð: 165 cm.

Hárlitur: Dökkljóshærð.

Augnlitur: Blár.

Byrjaði í golfi: 1. janúar 1992 (3 ára)

Mestu áhrifavaldar í golfinu: Pabbi, afi og þjálfarinn minn Torsten Hanson.

Áhugamál: Allar tegundir íþrótta.

Frægir ættingjar: Pabbi Danielu, Hans Holmqvist, var atvinnumaður í fótbolta með 27 landsleiki fyrir Svía (þar sem hann skoraði 4 mörk). Afi Daníelu er kylfingur sem spilar á Senior European Tour.

Menntun: University of California, Berkeley, US.

Helstu afrek í bandaríska háskólagolfinu: Vann einstaklingshluta Conference USA sem nýliði  (með 10 högga mun á næsta keppanda). Daníela var Conference USA nýliði ársins, State of Louisiana nýliði ársins og Sugar Bowl íþróttamaður mánaðarins. Hún skipti um háskóla – færði sig til UC Berkeley á 2. ári sínu í háskóla, þar sem hún átti sinn þátt í að liðið vann 6  NCAA mót, þ.á.m. 2012 Pac-12 Championships. Daníela var tilnefnd til ”All Pac-12” liðsins á árunum 2011 og 2012. Hún var fyrsti Cal kvenkylfingurinn sem hlaut nafnbótina Pac 12 ”kylfingur mánaðarins” (í mars 2012). Hún var aldrei með árangur slakari en á topp- 5 í einstaklingskeppnum NCAA móta á lokaári sínu í Cal, ef frá eru talin West Regionals (þar hafnaði hún í 16. sæti). En Daníela vann líka eitt mót: Anuenue Spring Break Classic í Kapalua. Árið 2012 var Daníela valin NCGA sem Golfweek All-American. Holmqvist varð fyrsti kvenkylfingurinn frá University of California til þess að vera útnefnd Pac-12 kylfingur mánaðarins í mars 2012.

Hápunktar á áhugamannsferli: Var hæst rankaði sænski áhugamaðurinn, í sæska golflandsliðinu 2011 og 2012 og sigurvegari 2011 European Team Championship (7 undir pari í lokaleiknum gegn  Spáni; leiknum lauk á 12. holu). Var á Top 20 í Golfweek sem og Golfstat Collegiate stigalistunum. Var T-3 á 2012 British Amateur Championships í höggleik og í 9. sæti í holukeppni. Sigraði the Stockholm championships með 9 höggum á Bro Hof golfvellinum 2012 og setti vallarmet 68 högg.Var valin til að vera fulltrúi Svíþjóðar á 2012 World Amateur Championships. Hefir spilað í 12 mótum árið 2012 og þar af varð Daníela 9 sinnum meðal efstu 5 og 10 sinnum meðal topp 10.

Hápunktar á atvinnumannsferli: Sigraði 2009 SAS Masters Volkswagen Open sem áhugamaður. Sigraði á tveimur minni mótaröðum í Evrópu: Skyways Open og The Chrysantemum. Var sá áhugamaðurinn með lægsta skorið og jafnframt í 2. sæti á 2012 Ladies Norwegian Challenge, sem var LET mót. Bætti 3 topp 10 áröngrum við í röð þegar hún spilaði á  LETAS tour.

Staðan í Lalla Aicha Tour School: T-17.