Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 17:30

Rory farinn að æfa meira en kærestan

Caroline Wozniacki segir að kæresti hennar, heimsins besti í golfíþróttinni, Rory McIlroy hafi bætt sig svo mikið í ræktinni, að hann vilji nú æfa meira en hún.

Caroline var mjög samviskusöm að fara í ræktina og það hvatti Rory áfram, en nú er hann búinn að taka æfingarnar á nýtt stig, jafnvel á svo hátt stig að það pirrar fyrrum nr. 1 í kvennatennis-num.

„Jafnvel í fríum verð ég að segja við hann: Geturðu ekki tekið þér frí eina sekúndu? Ég vil ekki fara í ræktina. Ég vil ekki heyra um ræktina. Ég vil ekki fara að hlaupa. Ég vil bara slappa af,“ segir Caroline.

„En hann svarar: „Nei förum í ræktina.“ En þetta er gaman. Það er frábært ef við getum hvatt hvort annað.  Það er frábært að við getum gert svona mikið saman.“

Rory vill helst ekki svara spurningum um samband sitt við Caroline, þó hann hafi séð sig knúinn til þess að svara nú nýlega kjaftasögum um að þau væru hætt saman.  Hann sagði „Nei, allt er frábært á þeim vígstöðvum.“

Wozniacki veitti smá innsýn inn í einkalíf þeirra þegar hún sagði að hún færi með Rory á æfingasvæðið, þar sem hún sé með sína eigin bolta, sem hún slái.

„Þetta gengur vel um stund,“ segir hún. „Svo þegar kemur bakslag tek ég mér frí og horfi á hann slá bolta. Ég hugsa með mér: „Þetta lítur út fyrir að vera svo auðvelt. Svo fæ ég mér vatn og síðan held ég áfram og fæ stundum leiðbeiningar frá þjálfara hans eða kylfusveini.  Þetta er frústrerandi leikur, en mér finnst gaman.“

Rory varð að byggja upp úthald sitt vegna þess að hann gat í fyrstu ekki haldið í við Caroline, sem nú er nr. 10 á heimslistanum í kvennatennis-num. Hún mun spila við núverandi nr. 1 í kvöld á BNP Paribas Open.

Í fyrsta sinn þegar Rory og Caroline trimmuðu saman í Mónakó stakk Caroline upp á að þau hlypu í 25 mínútur og færu að því loknu í ræktina.

„Það var ansi heitt þarna úti. Eftir 15 mínútur sá ég að hann átti virkilega erfitt,“ sagði hún. „Hann bara „make-aði“ þetta ekki.“

„Nú getur Rory haldið í við Caroline og parið ætlar sér að hlaupa á hverjum degi þegar þau hittast aftur í næstu viku í Miami.

„En mér finnst gaman að rifja upp Mónakó trimmið af og til,“ sagði hún með stríðnisbrosi.