Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 20:30

Evróputúrinn: Nirat Chapchai og Liang Wen-chong efstir þegar Avantha Masters er hálfnað

Það eru Thaílendingurinn Nirat Chapchai og Kínverjinn Liang Wen-chong sem eru efstir og jafnir þegar Avantha Masters er hálfnað.

Báðir eru þeir Chapchai og Wen-chong búnir að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum en báðir eru búinir að spila á 66 höggum báða daga mótsins.

Fjórir kylfingar deila síðan 3. sætinu 2 höggum á eftir á samtals 10 undir pari, hver en það eru þeir: Chawalit Plaphol frá Thaílandi, David Drysdale frá Skotlandi, Tommy Fleetwood frá Englandi og Finninn Joonas Granberg.

Forystumaður gærdagsins Thaílendingurinn Chinnarat Phadungsil náði ekki að fylgja frábærum hring sínum upp á 61 högg eftir á fremur slakan hring upp á 74 högg í dag og er dottinn niður í 7. sæti á skortöflunni, sem hann deilir með 6 kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum.

Til þess að sjá stöðuna í heild þegar Avantha Masters er hálfnað SMELLIÐ HÉR: