
PGA: Stefani enn í 1.sæti – Scott og Choi fast á eftir í 2. sæti á Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 2. dags
Nýliðinn á PGA Tour, Shawn Stefani heldur forystu eftir 2. dag Tampa Bay Championship…. en Ástralinn Adam Scott fylgir fast á hæla honum.
Stefani er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 135 höggum (65 70). Aðeins 1 höggi á eftir koma svo Scott og reyndar líka KJ Choi, frá Suður-Kóreu, á 6 undir pari, 136 höggum; Scott (70 66) og Choi (69 67).
Fjórða sætinu deila Jason Dufner, Harris English, Brian Harman og Peter Tomasulo, 2 höggum á eftir Stefani á samtals 5 undir pari, 137 höggum hver.
Tag Ridings og Sergio Garcia deila 8. sætinu á samtals 4 undir pari, hvor. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald er T-31 á sléttu pari.
Meðal þess markverðasta á 2. hring Tampa Bay Championship var að tvöfaldur risamótsmeistari John Daly tókst að slá 10 högg á par-4 3. holunni (þeirri 12. á hring Daly) sem varð til þess að hann náði ekki niðurskurði. Þetta er í 15. skipti sem Daly tekst að slá a.m.k. 10 högg á eina holu á ferli sínum á PGA mótaröðinni bandarísku.
Aðrir sem ekki náðu niðurskurði eru m.a.: Louis Oosthuizen, YE Yang, Camilo Villegas, Ryo Ishikawa og Martin Kaymer.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 2. dags á Tampa Bay Championship, sem Luke Donald átti á par-4 16. holunni SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022