Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals urðu í 2. sæti á Hilton Head Lakes Inv – Stefanía Kristín og The Falcons í 9. sæti

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens háskóla „The Royals“ náðu þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti á Hilton Head Lakes Invitational í Suður-Karólínu, en mótið fór fram 11.-12. mars s.l.  Þáttakendur voru 68 frá 13 háskólum.

Íris Katla var á 3. besta skorinu í liði sínu og taldi því skor hennar í glæsiárangri „The Royals.“ Íris Katla lék á samtals 154 höggum (77 77) í einstaklingskeppninni og lauk keppni T-11, þ.e. deildi 11. sætinu með öðrum.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir klúbbmeistari GA 2012. Mynd: Í einkaeigu.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir klúbbmeistari GA 2012. Mynd: Í einkaeigu.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012, tók einnig þátt í mótinu ásamt golfliði Pfeiffer háskóla „The Falcons“ og var þetta 1. mótið á vordagskrá skólans og að því er best er vitað 1. mót Stefaníu Kristínar í vor.

Stefanía Kristín spilaði á samtals 166 höggum (84 82) og varð í 39. sæti í einstaklingskeppninni.  Hún var á 3. besta skori liðs síns og taldi skor hennar því í árangri Pfeiffer háskóla sem lauk keppni í 9. sæti.

Íris Katla og „The Royals“  og Stefanía Kristín og félagar hennar í „The Falcons“ spila næst á Pinehurst Challenge, 18.-19. mars n.k. í Norður-Karólínu.

Til þess að sjá stöðuna í Hilton Head Lakes Invitational SMELLÐ HÉR: