Golfgrín á laugardegi – Myndskeið
Hér fara þrjú skemmtileg myndskeið: Í því fyrsta er fjallað um þann alvarlega sjúkdóm OGD. Til þess að sjá það myndskeið SMELLIÐ HÉR: Í því næsta er um að ræða morð á golfvelli SMELLIÐ HÉR: Loks er hér einn sem e.t.v. er raunhæfari á morgun. Hann fjallar um þá „erfiðu ákvörðun“ hvort eigi heldur að fara kirkju eða í golf SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Axel, Haraldur Franklín og Mississippi State í 2. sæti eftir 2. dag Seminole Intercollegiate
Axel Bóasson, GK og afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1 í dag, Haraldur Franklín Magnús, GR, taka þátt í Seminole Intercollegiate mótinu, sem fram fer á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Sjá má völlinn sem þeir Axel og Haraldur Magnús spila á, á heimasíðu klúbbsins, með því að SMELLA HÉR: Þess mætti geta að völlurinn hefir verið valinn einn af 35 bestu golfvöllum Bandaríkjanna af Golf Magazine. Þetta er þriggja daga mót, frá 15.-17. mars og þátttakendur eru 66 frá 11 háskólum. Axel er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71) og deilir 5. sætinu í mótinu í einstaklingskeppninni, ásamt 4 öðrum. Þetta er fyrsta mót Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björns og UNCG og Valdís Þóra og Texas State hófu í gær leik á háskólamóti í Arizona
Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State léku í gær fyrstu tvo hringina á Mountain View Collegiate í Tucson, Arizona. Mótið stendur dagana 15.-16. mars 2013. Þáttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Valdís Þóra lék á samtals 150 höggum (76 74) og er í 44. sæti eftir 1. dag í einstaklingskeppninni. Hún var á 4. besta skori Texas State og taldi því skor hennar í að koma háskólaliðinu upp í T-4, þ.e. Texas State deilir 4. sætinu með Kansas State í liðakeppninni. Berglind lék á samtals 159 höggum (81 78) og deilir 66. sætinu eftir 1. dag í einstaklingskeppninni. Hún var líka á Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Dawn Shockley – (28. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Graeme McDowell gefur 7 börnum ferð í Disney
Flestar af helstu stjörnum golfíþróttarinnar „gefa tilbaka“ til þeirra sem minna mega sín m.a. í gegnum góðgerðarstofnanir eða sjóði sem eru stofnaðir af þeim til að styrkja góð málefni. Ein þessara stjarna er Norður-Írinn Graeme McDowell. S.l. þriðjudag var 7 börnum, sem öll eru hjartasjúklingar á batavegi, ásamt fjölskyldum, alls 35 manns boðið af G Mac Foundation í skemmtiferð til Disney World í Orlandó, Flórída. G Mac Foundation stóð að þessu í samvinnu við Aer Lingus (írskt flugfélag). Áður en farið var í loftið frá Dublin Airport til Orlando fengu krakkarnir að skoða fram í stjórnklefa til flugstjóranna og síðan kom G Mac sjálfur og kvaddi börnin og foreldra þeirra. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Haraldur Franklín Magnús – 16. mars 2013
Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Haraldur fæddist 16. mars 1991 og er því 22 ára í dag. Hann hóf 2011 keppnistímabilið á að sigra glæsilega Opnunarmót GR, 15. maí 2011 á 67 höggum! Um sumarið spilaði Haraldur Franklín á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri. Hann sigraði m.a. á Símamóti mótaraðarinnar á Hvaleyrinni, í Hafnarfirði, 26. júní 2011. Sl. sumar, 2012, varð Haraldur Franklín bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik! …. sá fyrsti úr röðum GR til að vinna Íslandsmeistara-titilinn í höggleik í 27 ár!!! Eins var Haraldur Franklín í sigursveit GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í Evrópumóti golfklúbba í National Golf Club, Lesa meira
Evróputúrinn: Aiken tekur forystuna á 3. degi á Indlandi
Það er Thomas Aiken frá Suður-Afríku sem tekið hefir forystu eftir 3. hring Avantha Masters, en hann var á 10 undir pari, 62 höggum í morgun. Samtals er Aiken því búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum og á 3 högg á forystumann gærdagsins, Liang Wenchong, sem var á 69 höggum. „Ég einbeitti mig mikið að því að taka eitt högg í einu og það virtist virka,“ sagði Aiken. „Það sýnir bara að allt getur gerst.“ Thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat var á 66 höggumm, átti m.a. vipp fyrir erni á 12. holu og kom sér í 3. sætið sem hann deilir með David Drysdale á samtals 14 undir Lesa meira
Daly gaf áhanganda dræverinn sinn eftir 10 högg á 3. holu á Tampa Bay Championship
Tvöfaldur risamótsmeistari, John Daly, var í vandræðum með drævin sín og eftir að hafa fengið 10 högg á par-4 3. holuna, þ.e. þeirri 12. á hring hans gaf hann leiðindagripinn (dræverinn) áhanganda sem var að fylgjast með Tampa Bay Championship . Daly áritaði dræverinn, áður en hann sagði skilið við lengstu kylfuna í settinu sínu. Fram að 12. holu á 2. hring sínum var Daly aðeins á samtals 2 yfir pari. Fyrsta ólukkudrævið á 3. holu fór til vinstri en síðan setti Daly 3 bolta í vatnið áður en honum tókst að setja 8. höggið sitt 86 fet (26 metra), fyrir framan flöt þar sem hann vippaði boltanum inn á Lesa meira
GSÍ: Nýr vefur í loftið í dag
Nýr og endurbættur vefur Golfsambandsins fór í loftið í dag. Vinna við hann stendur yfir núna um helgina og á meðan getur verið að kylfingar lendi í vandræðum með að finna efni sem þeir leita að. GSÍ reiknar með að vefurinn verði fullbúinn strax eftir helgi. Ef kylfingar lenda í vandræðum eða hafa ábendingar um eitthvað sem vantar eða betur mætti fara þá endilega hafið samband á netfangið golf@golf.is Lögð er áhersla á einfalt og þægilegt viðmót en útlitshönnun var unnin af Skapalóni en IOS sá síðan um að setja hann upp. GSÍ vonar að nýi vefurinn eigi eftir að auðvelda kylfingum að finna þær upplýsingar sem þeir leita að. Sjá má hið nýja viðmót Lesa meira
Rory í nýrri auglýsingu frá Nike – Myndskeið
Það er ekki bara Tiger Woods sem er að auglýsa nýja Covert dræverinn frá Nike…. nú er komin ný auglýsing frá Nike með nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy í aðalhlutverki. Nokkuð undarleg tímasetning á markaðssetningu auglýsingarinnar því Rory gengur jú ekkert alltof vel að spila með nýja Covert drævernum frá Nike! Spurning hvort markaðsstjórar Nike hefðu ekki aðeins átt að bíða með að setja nýju auglýsinguna með Rory út. Nóg er nú um auglýsingar frá þeim! Sjá má nýju Nike-auglýsinguna með Rory með því að SMELLA HÉR:









