Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 14:00

Nóg að gera hjá Steve Stricker

Steve Stricker er heilmikið að minnka við sig golfleik á PGA Tour – hins vegar er alltaf nóg að gera hjá honum s.s. fyrstu 48 tímarnir eftir 2. sætis árangur hans á Doral sýna.

Strax á mánudaginn nú í vikunni varð Stricker að fljúga til LA þar sem hann lék í auglýsingu fyrir Avis. Hann missti af vélinni vegna þess að verið var að breyta yfir í sumartíma og það varð til þess að Phil Mickelson, vinur hans bauð honum far í vél til San Diego og þaðan leigði Stricker sér vél til LA. Hann var svo kominn heim aftur til Wisconsin kl. 2:00 eftir miðnætti til þess að geta vakið dætur sínar og náð fundi í stofnuninni sinni áður en hann næði aftur í þær.

Hann gat ekki annað en brosað þegar hann las sms frá kylfusveini sínum Jimmy Johnson sem spurði: „Hvað hefirðu eiginlega fyrir stafni?“

„Mér finnst eins og ég hafi meira að gera nú heldur en þegar ég var með fulla leikdagskrá á túrnum,“ sagði Stricker. „En þetta er allt í lagi. Ég er að vinna mikið heima hjá mér og verja tíma með fjölskyldunni og svo vinnum við Nicki mikið í stofnuninni minni. Ég fer t.d. að kaupa í matinn með Nicki en það er enn mikill tími til þess að gera skemmtilega hluti.“

Hann ætlar sér t.a.m. að keyra til Chicago til þess að komast á Big 10 körfuboltaleik karla.

Og hvað með golfið hans?  Það virðist ekki bíða hnekki. Nr. 2 á Bláa Skrímslinu er frábær árangur!!!

Í þeim 3 mótum sem Stricker hefir spilað í, í ár hefir hann unnið sér inn $ 1.83 milljónir og er nr. 4 á peningalistanum. Hann hefir hækkað sig um 8 sæti á heimslistanum. Hann varð í 2. sæti bæði í Kapalua og á Doral og náði í fjórðungsúrslitin á heimsmótinu í holukeppni. Að gera minna er stundum vísir á meira.

Og hann hefir sjaldnast fengið meiri athygli.

Hann hefir alltaf verið talinn góði gæinn á PGA Tour vegna kurteisislegrar framkomu og hvernig hann umgengst áhangendur sínar. Tengdapabbi hans, Dennis Tiziani kom vel orðum að þessu fyrir nokkrum árum þegar hann sagð tengdasoninn (Stricker) vera eins almennilegan við framkvæmdastjóra á túrnum og afgreiðslumanninn í byggingavöruverslun.“

Og núna er vísað til Stricker sem hluta-starfs púttgúru Tiger Woods.

Það var ekkert  búið að planleggja að þeir hittust þarna miðvikudaginn fyrir WGC-Cadillac Championship á Doral. Tiger vildi spila æfingahring við Strick um kvöldið en hann kom svo seint og gat ekki fundið Strick. Þannig að hann spilaði 9 holur einn, hélt blaðamannafund og þegar honum var lokið sá hann Strick á púttflötinni.

Stricker er svo hógvær að hann hjálpar engum við púttin sín nema hann sé beðinn um ráð. Hann hefir látið Tiger hafa ófá ráð í gegnum tíðina, t.a.m. í Forsetabikarnum 2011 og þeir skiptast of á sms-um eða tala um pútt. En þetta var lengsta púttæfingin þeirra saman og sú sem e.t.v. hefir vakið mestu athyglina.

Hann tók eftir að Tiger var með hendurnar fyrir aftan boltann og að staða hans var „úr sinki“ líklega vegna þess að hann hefir verið að vinna svo mikið í langa spilinu og í vippunum. Tiger leið vel þegar hann gekk af púttlflötinni og næstu 4 dagana á Doral kom í ljós að hann hefði lægsta púttfjölda á ferli sínum (100) á PGA Tour, náði 27 fuglum og vann með 2 högga mun á næsta mann ….. Steve Stricker.

Stricker sagði við Tiger eftir að þeir luku púttæfingunni saman: „Ef þú kæmir mér á launaskránna hjá þér, myndi ég spila minna.“ 🙂

Strick var innilega ánægður með hversu vel Tiger púttaði á 1. hring og sú tilfinning breytist ekkert þó Tiger ynni með 2 högga mun.

Honum fannst hann sjá svo miklu meira af „gamla“ Tigernum en bara að púttin væru aftur komin í það lag sem þau áttu að vera.

„Það er afstaða hans og það sem ég sá nú í vikunni, trúin á sjálfan sig þetta allt leit út eins og hann var snemma árs 2008 – eða þið getið valið hvaða ár, þar sem hann var frábær þar á undan – hann var að spila feykivel,“ sagði Stricker.  „Já, hann virðist bara vera á betri stað andlega séð.  Hann skemmtir sér meira. Hann hefir mikla trú á sjálfan sig og leik sinn. Og það er gaman að sjá það!!!“

Já Steve Stricker er góður, sannur vinur. Það er nóg að gera hjá honum en hann ver tíma sínum í það sem skiptir hann mestu, fjölskylduna sína, góðgerðarstofnunina sem hann kom á laggirnar ásamt Nicki, eiginkonu sinni, golfið …. og vinina ….. og þar er Tiger efstur á blaði!