Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 08:00

Lexi tjáir sig m.a. um mikilvægi golfáhangenda eftir 1. hring RR Donnelley – Myndskeið

Eftir 1. hring á RR Donnelley LPGA Founders Cup var tekið viðtal við Lexi Thompson, sem deilir 7. sætinu í mótinu sem stendur ásamt þeim Jiyai Shin og Kathrine Hull-Kirk.  Allar eru þær búnar að spila á 5 undir pari 67 höggum og eru 4 högg á eftir forystukonunni japönsku Ai Miyazato, sem setti vallarmet, 63 högg, á Wildfire golfvellinum í Phoenix, Arizona. Í viðtalinu segir Lexi m.a. frá því hversu frábært sé að stofnendur LPGA bíði eftir þeim þegar þær ljúka hring á 18. flöt og  talar síðan almennt um mikilvægi golfáhangenda.  Sérstaklega finnst Lexi (sem er nú aðeins 18 ára sjálf) gaman þegar yngri stelpurnar fá hvatningu við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 07:00

Birgir Leifur meðal verðlaunahafa á Ballantyne mótinu í N-Karólínu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK luku í gær leik á The Championship at Ballantyne Country Club, sem er mót á eGolf Professional Tour. Spilað var á mjög svo blautum golfvelli Ballantyne CC, í Charlotte, Norður-Karólínu, en mikið rigningaveður þar olli því að mótið var stytt í 2 daga mót. Birgir Leifur lauk keppni í 36. sæti og var meðal þeirra sem hlutu verðlaunatékk fyrir góða frammistöðu sína, $ 971 sem eru u.þ.b. 120.000 íslenskar krónur. Efstu 50 í mótinu „were in the money“ eins og sagt er á ensku og Birgir Leifur þar á meðal. Birgir Leifur spilaði á samtals 1 undir pari, 143 höggum (72 71). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 02:00

LPGA: Ai Miyazato efst eftir 1. hring 2013 RR Donnelley LPGA Founders Cup

Mót vikunnar á LPGA er RR Donelley  LPGA Founders Cup, en það hófst nú í kvöld á golfvelli Wildfire golfklúbbsins í Phoenix, Arizona. Í efsta sæti eftir 1. dag er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista bestu kvenkylfinga, Ai Miyazato frá Japan. Ai spilaði á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum; skilaði flottu „hreinu“ skorkorti með 1 erni, 7 fuglum og 10 pörum. Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Ai er Jee Young Lee frá Suður-Kóreu, á 7 undir pari, 65 höggum. Þriðja sætinu deila síðan 4 kylfingar sem allar voru á 6 undir pari, 66 höggum: Gerina Piller og Brittany Lang frá Bandaríkjunum, Pornanong Phatlum frá Thaílandi og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 01:45

PGA Tour: Shawn Stefani leiðir á Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 1. dags

Það er PGA Tour nýliðinn Shawn Stefani sem leiðir eftir 1. dag Tampa Bay Championship styrkt af Ever Bank, sem er mót vikunar á bandaríska PGA.  Leikið er í Innisbrook golfstaðnum á Copperhead í Palm Harbour, Flórída. Shawn er ekki meðal „nýju strákanna á PGA 2013″ sem Golf 1 kynnir, því þar eru aðeins kynntir þeir sem urðu í 25. sæti eða jafnir í því sæti í Q-school, og hlutu þannig kortið sitt, m.ö.o. fullan keppnisrétt á PGA Tour 2013. Shawn Stefani var meðal 25 kylfinga, sem var efstur á peningalista Web.com Tour og komst þannig inn á PGA Tour. Reyndar varð Shawn í 6. sæti peningalistans eftir 2 sigra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 15:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson og Faulkner sigruðu í Suður-Karólínu á TaylorMade Adidas Intercollegiate!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans tóku þátt í  TaylorMade Adidas Intercollegiate  11.-12. mars s.l. í Beaufort, Suður-Karólínu. Skemmst er frá að segja að „The Eagles“ höfðu hreina yfirburði af þeim 13 háskólum, sem þátt tóku í mótinu og áttu samtals 28 högg á næsta lið í keppninni en liðið hafnaði í 1. sæti, með samtals 919 högg á 3 hringjum.  Glæsilegur sigur þetta hjá Hrafni og félögum!!! Hrafn var á 3.-4. besta skori liðs síns og taldi það því í glæsilegum sigri Faulkner. Í einstaklingskeppninni lék Hrafn á samtals 233 höggum (74 76 83) og varð T-7, þ.e. deildi 7. sætinu með liðsfélaga sínum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 15:00

Evróputúrinn: Chinnarat Phadungsil leiðir eftir 1. dag Avantha Masters

Í dag hófst í Delhi á Indlandi nánar tiltekið á golfvelli Jaypee Greeens golfsklúbbsins, Avantha Masters, en mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum og samvinnuverkefni við Asíutúrinn. Eftir 1. dag er Thaílendingurinn Chinnarat Phadungsil í forystu, lauk 1. hring á glæsilegu 11 undir pari, 61 höggi.  Phadungsil skilaði „hreinu skorkorti“ með 11 fuglum og 7 pörum.  Á seinni 9 fékk hann 8 fugla aðeins par-3 17. holan stóð eitthvað í honum þannig að hann næði 9 fuglum í röð!!! Í 2. sæti eru heimamaðurinn Abhijit Singh Chada,  Thaílendingarnir, Nirat Chapchai og Chawalit Plaphol, Svíinn Magnus A Carlson, og Wenchong Liang frá Kína. Þeir voru allir á 6 undir pari,  66 höggum heilum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 14:00

Tiger tekur þátt í Tavistock Cup

Tiger Woods tekur enn eitt skipti þátt í Tavistock Cup og mun vera í Albany liðinu, en alls taka 24 kylfingar þátt í mótinu.  Þetta er síðasta mót Tiger fyrir the Masters þetta árið. Tiger tíar upp í þetta skipti eftir að vera búinn að sigra tvívegis á PGA Tour á árinu, nú síðast á WGC – Cadillac Championship. Í ár fer fram 10. Tavistock Cup mótið – en það er tveggja daga og samanstendur af 6, 4-manna liðum.  Liðin eru eftirfarandi: * Albany – Justin Rose, Ian Poulter, Tiger Woods og Tim Clark. * Isleworth – Brian Davis, Bo Van Pelt, D A Points og Bubba Watson. * Lake Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charlie Douglass – 14. mars 2013

Það er Charlie Douglass, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd í Stevenage á Englandi, 14. mars 1989 og því 24 ára í dag. Hún byrjaði í golfi 13 ára, en það var pabbi hennar, George, sem kynnti hana fyrir golfinu. Charlie er félagi í Brockett Hall golfklúbbnum í Englandi. Meðal áhugamála Charlie er að vera með vinum sínum, lestur góðra bóka, horfa á kvikmyndir og Tottenham FC. Árið 2009, þá enn tvítugur áhugamaður sigraði Charlie á English Amateur Championship. Þann 26. nóvember 2010 gerðist Charlie atvinnumaður í golfi og stuttu síðar komst hún í gegnum Q-school LET  og spilaði því 1. keppnistímabil sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) 2011. Besti árangur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 09:30

GKG: Opið stutta spils mót til styrktar keppnishópum GKG í Kórnum laugardaginn 16. mars n.k.

Á laugardag n.k. verður haldið í fyrsta sinn opið stutta spils golfmót í Kórnum til styrktar keppnishópum GKG, en þau halda í æfingaferð til Spánar í apríl. Mótið fer fram í æfingaaðstöðu GKG. Mótið fer fram í æfingaaðstöðu GKG og kostar einungis 1.000 kr. Glæsileg verðlaun í boði. Um er að ræða stöðvakeppni (alls 10 stöðvar), þar sem ákveðnum fjölda bolta er vippað eða púttað á hverri stöð og árangur gefur ákveðið skor. Samtals er parið á „vellinum“ 71. Sjá hér fyrir neðan skorkortið og mynd af vellinum. Ágæt reynsla er komin af þessum velli á æfingum okkar keppnishópa sem og landsliðshópa. Fyrirkomulag: Hægt er að keppa í fjórum 90 mínútna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2013 | 09:15

Laura Diaz útnefnd varafyrirliði bandaríska liðsins í Solheim Cup

Laura Diaz var í gær útnefnd varafyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins, en hún og Dottie Pepper eru nú varafyrirliðar undir forystu fyrirliðans Meg Mallon. Diaz og Dottie Pepper hafa löngum eldað grátt silfur saman en talið var að til vinslita hefði komið milli þeirra eftir óheppilega athugasemd þeirra síðarnefndu, þegar hún gegndi stöðu íþróttafréttamanns og var að lýsa keppni sem Diaz tók þátt í. Diaz á hinn bóginn var fremst í flokki þeirra sem gangrýndu Pepper þegar hún vísaði til leikmanna bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 sem „choking freakin dogs“ (útleggst á íslensku eitthvað á þá leið að þær væru „helvítis hundar, sem væru að missa sig/tökin á leiknum eða Lesa meira