Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2013 | 20:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2013: Scott Langley (10. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Að þessu sinni voru 5 kylfingar jafnir í 22. sætinu, þeir: Constable Jr., Bobby Gates, Henrik Norlander, Chez Reavie og Patrick Reed og alls 26 sem hlutu kortið á PGA Tour, sem marga dreymir um.  Framangreindu 5 kylfingar hafa nú allir verið kynntir, sem og þeir tveir sem deildu 20. sætinu þeir  Si Woo Kim frá Suður-Kóreu og sá sem kynntur var í gær, Taggart (alltaf kallaður Tag) Ridings.

Nú er komið að 3 bandarískum strákum sem deildu 17. sætinu í Q-school þeim Aaron WatkinsScott Langley og Derek Ernst. Búið er að kynna þá Watkins og Ernst og þá aðeins Langley eftir af þeim sem urðu í 17. sætinu.

Scott Langley fæddist í Barrington, Illinois, 28. mars 1989 og er því 23 ára. Hann býr sem stendur í Jupiter, Flórída. Langley spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of Illinois, þar sem hann útskrifaðist árið 2011 sem endurskoðandi.

Langley lét þegar að sér kveða á 2. móti ársins á PGA Tour, Sony Open á Hawaii.  Þar var hann lengi vel í forystu en lét í minni pokann fyrir öðrum nýliða, Russell Henley, sem hlaut kortið sitt með því að vera meðal efstu 25 á peningalista Web.com Tour.  Langley varð  T-3 á Sony Open og hlaut stærsta vinningstékka á ferli sínum til þessa $ 325.000,-  (U.þ.b. 36 milljónir íslenskra króna).

Nokkrar staðreyndir um Langley:

Með því að fá 2013 kortið sitt á PGA Tour, varð Scott sá fyrsti sem útskrifaðist frá First Tee til þess að verða félagi á PGA Tour.

Fyrsta golfminningin er þegar hann spilaði golf með fjölskyldu sinni í bakgarðinum.

Stærsta stundin í golfinu var þegar áhorfendur klöppuðu fyrir honum á U.S. Open risamótinu, 2010, þegar hann komst í gegnum niðurskurð.

Scott er áhangandi  St. Louis Cardinals og Green Bay Packers.

Twitter reikningur Scott er:  @scott_langley.

Uppáhaldstæki Scott er honors match reiknirinn hans.

Ekki margir vita að Scott getur spilað á fiðlu.

Scott styður Leukemia & Lymphoma Society (en amma hans er með hvítblæði (leukemíu).

Í draumaholli Scott eru: Aaron Rodgers, WIll Ferrell og bróðir hans.

Scott Langley ferðast aldrei án biblíunnar.