Thomas Aiken frá Suður-Afríku
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2013 | 11:30

Evróputúrinn: Aiken tekur forystuna á 3. degi á Indlandi

Það er Thomas Aiken frá Suður-Afríku sem tekið hefir forystu eftir 3. hring Avantha Masters, en hann var á 10 undir pari, 62 höggum í morgun.

Samtals er Aiken því búinn að spila á 18 undir pari, 198 höggum og á 3 högg á forystumann gærdagsins, Liang Wenchong, sem var á 69 höggum.

„Ég einbeitti mig mikið að því að taka eitt högg í einu og það virtist virka,“ sagði Aiken. „Það sýnir bara að allt getur gerst.“

Thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat var á 66 höggumm, átti m.a. vipp fyrir erni á 12. holu og kom sér í 3. sætið sem hann deilir með David Drysdale á samtals 14 undir pari.

Scott Hend (68), Tommy Fleetwood (69) og Joonas Granberg (69) deila 5. sætinu á samtals 13 undir pari.

Chapchai Nirat, sem var í forystu með Liang var bara á parinu í dag og datt niður skortöfluna niður í 8. sæti, sem hann deilir nú með  Julien Quesne (69), Jaakko Makitalo (69) og Gaganjeet Bhullar (67) en allir eru á 12 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Avantha Masters SMELLIÐ HÉR: