Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2013 | 07:35

GSÍ: Nýr vefur í loftið í dag

Nýr og endurbættur vefur Golfsambandsins fór í loftið í dag. Vinna við hann stendur yfir núna um helgina og á meðan getur verið að kylfingar lendi í vandræðum með að finna efni sem þeir leita að. GSÍ reiknar með að vefurinn verði fullbúinn strax eftir helgi. Ef kylfingar lenda í vandræðum eða hafa ábendingar um eitthvað sem vantar eða betur mætti fara þá endilega hafið samband á netfangið golf@golf.is

Lögð er áhersla á einfalt og þægilegt viðmót en útlitshönnun var unnin af Skapalóni en IOS sá síðan um að setja hann upp. GSÍ vonar að nýi vefurinn eigi eftir að auðvelda kylfingum að finna þær upplýsingar sem þeir leita að.

Sjá má hið nýja viðmót golfvefs GSÍ með því að SMELLA HÉR: