Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 16. 2013 | 10:00

Daly gaf áhanganda dræverinn sinn eftir 10 högg á 3. holu á Tampa Bay Championship

Tvöfaldur risamótsmeistari, John Daly, var í vandræðum með drævin sín og eftir að hafa fengið 10 högg á par-4 3. holuna, þ.e. þeirri 12. á hring hans gaf hann leiðindagripinn (dræverinn) áhanganda sem var að fylgjast með  Tampa Bay Championship .

Daly áritaði dræverinn, áður en hann sagði skilið við lengstu kylfuna í settinu sínu.

Fram að 12. holu á 2. hring sínum var Daly aðeins á samtals 2 yfir pari.

Fyrsta ólukkudrævið á 3. holu fór til vinstri en síðan setti Daly 3 bolta í vatnið áður en honum tókst að setja 8. höggið sitt  86 fet (26 metra), fyrir framan flöt þar sem hann vippaði boltanum inn á og setti síðan niður fyrir 10. högginu.

Daly kláraði á 81 höggi og var á samtals 11 yfir pari eftir 36 holur.

Hann hefir 15 sinnum áður slegið 10 högg eða fleiri á 1 holu á mótum PGA.