
Bandaríska háskólagolfið: Axel, Haraldur Franklín og Mississippi State í 2. sæti eftir 2. dag Seminole Intercollegiate
Axel Bóasson, GK og afmæliskylfingur dagsins hér á Golf 1 í dag, Haraldur Franklín Magnús, GR, taka þátt í Seminole Intercollegiate mótinu, sem fram fer á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Sjá má völlinn sem þeir Axel og Haraldur Magnús spila á, á heimasíðu klúbbsins, með því að SMELLA HÉR: Þess mætti geta að völlurinn hefir verið valinn einn af 35 bestu golfvöllum Bandaríkjanna af Golf Magazine.
Þetta er þriggja daga mót, frá 15.-17. mars og þátttakendur eru 66 frá 11 háskólum.
Axel er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71) og deilir 5. sætinu í mótinu í einstaklingskeppninni, ásamt 4 öðrum.
Þetta er fyrsta mót Haraldar Magnúsar á árinu og hann er á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (74 77) og deilir 49. sætinu ásamt David Tepe frá Cincinnati.
Lið Mississippi State er nú í 2. sæti í liðakeppninni, sem er glæsilegur árangur!!!
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Seminole Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022