
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Dawn Shockley – (28. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.
Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 17-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú um helgina verða kynntar þær stúlkur sem urðu í 15. og 16. sætinu í Q-school, þ.e. þær Paula Hurtado og Dawn Shockley. Við byrjum á Dawn:
Fullt nafn: Dawn Shockley.
Ríkisfang: bandarísk.
Fæðingardagur: 4. september 1986.
Fæðingarstaður: Estes Park, Colorado.
Hárlitur: Brúnn.
Augnlitur: Grænn.
Áhugamál: hjólreiðar/fjallahjól, snjóbretti, útilegur, matreiðsla, ræktin, vín og klifur.
Gerðist atvinnumaður: 1. júní 2009.
Mestu áhrifavaldar í golfinu: Móðir, bróðir, D.Porter og M.Miller.
Menntun: Jarðfræðingur frá University of Denver.
Fylgjast má með Dawn á eftirfarandi Twitterfangi: dawnieshock
Áhugamannaferill: Var 11 sinnum á topp-10 í einstaklingskeppnum í háskóla, og sigraði þ.á.m. 2 sinnum í University of Denver. Dawn varð tvívegis NCAA Academic All-American selection (2005, 2006). Hún varð þrisvar sinnum Sun Belt All-Conference Team selection (2006, 2008, 2009). Hún var sigurvegari í 2009 NCAA East Regional Championship. Loks var hún 2009 NGCA All-American Honorable Mention selection.
Atvinnumannsferill: Árið 2011 spilaði Shockley á Futures Tour og náði besta árangri ferils síns þar þ.e. 2. sætinu á the Santorini Riviera Nayarit Classic. Í lok árs 2011 varð hún í 26. sæti í Q-school LET og rétt slapp inn á LET mótaröðina.
Staða í Lalla Aicha Tour School 2013: T-15.
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022