PGA: Kevin Streelman sigraði á Tampa Bay Championship
Það var Bandaríkjamaðurinn Kevin Streelman, sem stóð uppi sem sigurvegari á Tampa Bay Championship. Streelman spilaði á samtals 10 undir pari, 274 höggum (73 69 65 67). Í 2. sæti varð landi hans Boo Weekley tveimur höggum á eftir, þ.e. á samtals 8 undir pari, 276 höggum (72 70 71 63) en hann átti lægsta skor á lokahring Tampa Bay, glæsileg 8 undir pari, 63 högg. Í 3. sæti varð síðan enn einn Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale á samtals 7 undir pari og 4. sætinu deildu 3 góðir: Luke Donald (70 72 67 69); Greg Chalmers (71 68 69 70) og Justin Leonard (71 69 67 71). Til þess að sjá Lesa meira
The Clicking of Cuthbert 8. saga: Akkílesarhællinn
Hér er komið að 8. smásögunni í golfsmásagnasafni PG Wodehouse, en golfsmásögur hans hafa verið sunnudagsgolfsmásögurnar hér á Golf 1 undanfarna mánuði. Þessi heitir „Akkílesarhællinn.“ Til þess að fræðast nánar um höfund smásagnanna, PG Wodehouse sem var mikill golfáhugamaður SMELLIÐ HÉR: En hér fer 8. sagan í golfsmásagnasafni PG Wodehouse „The Clicking of Cuthbert“ og heitir hún Akkílesarhællinn: Elsti félaginn sat í klúbbhúsinu og horfði á yngri félagann sem sagði: „Aldrei aftur.“ „Þú ert þó ekki að hætta í golfi einu sinni enn? spurði Elsti félaginn. „Nei ekki í golfi“ svaraði sá yngri. „Því að veðja á golf,“ sagði hann. „Ef þetta fær þig til að hætta að veðja þá Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Eric Meierdierks – (11. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 14. sætinu þeim: Matt Jones, Robert Karlsson og Eric Meierdierks. Byrjað verður á því að kynna Eric Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 16 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Tumi er m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann tók líka þátt í Unglingamótaröð Arion banka sumarið 2012 og gekk vel, hann varð m.a. í 6. sæti á 3. móti Unglingamótaraðarinnar, sem fram fór í Korpunni. Eins hefir Tumi tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og gengið vel. Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan: Tumi Hrafn Kúld (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Lesa meira
Evróputúrinn: Thomas Aiken sigraði á Avantha Masters
Thomas Aiken frá Suður-Afríku tókst nú fyrir skemmstu að næla sér í 2. titil sinn á Evrópumótaröðinni, með sigri á Avantha Masters. Aiken spilaði hringina 4 á samtals 23 undir pari, 265 höggum (67 69 62 67) og átti 3 högg á þann sem næstur kom: heimamanninn Gaganjeet Bhullar, sem spilaði á 20 undir pari, 268 höggum (68 69 67 64). Thomas Aiken lauk keppni skollafrítt á 5 undir pari, 67 höggum, þar sem hann var á 34 eftir fyrstu 9, þökk sé fuglum á 2. og 5. holu. Síðan bætti hann við 3 öðrum fuglum á seinni 9. Wenchong Liang varð í 3. sæti á samtals 18 undir pari Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 3. sæti á Mountain View Collegiate – Berglind og UNCG í 9. sæti
Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State luku í gær leik á Mountain View Collegiate í Tucson, Arizona. Mótið stóð dagana 15.-16. mars 2013 og voru þáttakendur 84 frá 15 háskólum. Valdís Þóra lék á samtals 223 höggum (76 74 73) og bætti sig með hverjum hring. Hún lauk keppni í 34. sæti í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra var á 4. besta skori Texas State og taldi því skor hennar í að koma Texas State í 3. sætið sem er glæsilegur árangur!!! Berglind lék á samtals 159 höggum (81 78 77) og bætti sig einnig með hverjum hring. Hún varð í 65. sætinu í einstaklingskeppninni. Lesa meira
Spyrjið Stínu
Stina Sternberg er einn besti golffréttamaður í bransanum og þótt víða væri leitað. Nokkuð merkilegt að kona sé talin ein sú besta í faginu í íþrótt, sem eins og svo margar aðrar er dómineruð af karlmönnum. Stina heldur úti þætti í Golf Digest þar sem lesendur geta beint spurningum til hennar varðandi allt sem lýtur að golfi, undir fyrirsögninni „Ask Stina.“ Til þess að gefa lesendum smá sýnishorn mætti vísa til apríl eintaks Golf Digest 2013 en þar er eftirfarandi spurningum beint til Stinu: Sp: Hvort heldur það er félagi minn, eiginkona eða ókunnugur kylfingur sem ég spila við þá veit ég aldrei hvernig ég á að bregðast við þegar einhver Lesa meira
LPGA: Ai Miyazato leiðir fyrir lokahring RR Donnelley LPGA Founders Cup – Myndskeið
Það er japanska golfdrottningin og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Ai Miyazato, sem komin er með 4 högga forystu á næsta kylfing fyrir lokahring RR Donnelley LPGA Founders Cup, sem spilaður verður í kvöld. Ai er samtals búin að spila á 19 undir pari, 197 höggum (63 67 67). Jafnar í 2. sæti eri Jee Young Lee frá Suður-Kóreu, sem var í forystu þegar mótið var hálfnað í gær – en átti hring upp á 72 í dag og nr. 3 á heimslistanum, Stacy Lewis frá Bandaríkjunum. Í 4. sætinu á samtals 4 undir pari hver eru hins sænska Anna Nordqvist og bandarísku stúlkurnar: Lizette Salas, Angela Stanford og Lesa meira
PGA: Coetzee, Leonard og Streelman efstir fyrir lokahring Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 3. dags
Það eru þeir George Coetzee frá Suður-Afríku, Justin Leonard og Kevin Streelman frá Bandaríkjunum, sem eru efstir og jafnir eftir 3. hring Tampa Bay Championship. Þeir eru allir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 207 höggum. Í 4. sæti eru 4 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 208 höggum, en það eru Jim Furyk, Tag Ridings og Ben Kohles frá Bandaríkjunum og Greg Chalmers frá Ástralíu. Það er ekki fyrr en í 8. sæti sem við finnum fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald en hann deilir sætinu með 4 öðrum kylfingum, Bandaríkjamönnunum Bryce Molder, Brian Harman, Jordan Spieth og forystumanni fyrstu 2 Lesa meira
Evróputúrinn: Avantha Masters í beinni
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Avantha Masters, en það mót er samvinnuverkefni við Asíutúrinn. Spilað er í Jaypee Greens GC í Delhi á Indlandi. Útsending hófst kl. 7:30 Til þess að sjá beinu útsendinguna frá Avantha Masters á netinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á Avantha Masters SMELLIÐ HÉR:










