Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 11:00

Caroline verður kaddý hjá Rory á par-3 holu mótinu á Masters

Við munum sjá Caroline Wozniacki í einum af þessum herfilega ólekkeru hvítu kaddýsamfestingum á Masters 2013, en hún hefir samþykkt að vera kylfuberi kæresta síns Rory McIlroy á par-3 holu mótinu, sem er undanfari aðalmótsins. Það er ekki heillavænlegt fyrir Rory að reyna að heilla hana Caroline sína með sigri í par-3 mótinu, því það hefir aldrei gerst að sigurvegari þess móts hafi síðan unnið aðalmótið. Þrátt fyrir slæmt gengi á undanförnum mánuðum er Rory bara hress.  Hann var á 67 höggum á Texas Valero Open í gær og skaust upp um 40 sæti á skortöflunni í 5. sætið.  Síðan sagði hann á blaðamannafundi í Texas um þátttöku sína í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind, Sunna, Hrafn, Theodór og Ari hefja leik í mótum í dag

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon taka þátt í Lady Seahawk Classic mótinu sem hefst í Wilmington, Norður-Karólínu í dag. Þetta er tveggja daga mót. Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið  Faulkner háskólans og Theodór Karlsson, klúbbmeistari GKJ 2012 og Ari Magnússon, GKG og golflið University of Arkansas at Monticello hefja leik í dag á Natural State Golf Classic mótinu, sem fram fer í Heber Springs, Arkansas. Þetta er 2 daga mót. Golf 1 mun verða með úrslit úr mótunum eins skjótt og mögulegt er en því miður er ekki hægt að vera með linka inn á mótin til að fylgjast með gangi mála.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 09:00

GKG: Ragnar Már tók þátt í Trophée Michel Carlhian

Ragnar Már Garðarsson, GKG, tók þátt í sterku unglingamóti í Frakklandi, dagana 27.-31. mars s.l.  Þetta er mót sem upp á ensku nefnist French International Boys´Amateur Championship; og á frönsku Trophée Michel Carlhian.  Spilað var á Golf du Touquet golfvellinum í norð-vesturhluta Frakklands. Þátttakendur voru 108, fæddir 1995 eða yngri. Þetta var 5 daga mót og spilaður höggleikur fyrstu 2 dagana og komust 32 efstu áfram í holukeppnishluta mótsins, sem fram fór næstu 3 dagana. Því miður var Ragnar Már ekki meðal efstu 32 – hann landaði 83. sætinu á samtals 161 höggi (82 79) og komst því ekki áfram í holukeppnishlutann. Eftir höggleikshlutann var Svíinn Adam Eineving í efsta sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 08:30

220 skráðir í 3 opin mót í dag

Í dag hafa kylfingar úr 3 opnum golfmótum að velja: 1. Fjórða mótið í Egils Gullmótaröð GS. 82 eru skráðir í mótið, þar af 5 konur. 2. Opna Vormót 1 hjá GG. Í mótið eru skráðir 78, þar af 5 konur. 3. Opið Vormót hjá GÞ. Í það eru skráð 30 lið, m.a. Gög og Gokke, þ.e. 60 kylfingar,  en leikfyrirkomulag er Texas Scramble. Auk þess er haldið tuttugasta vetrarmótið hjá GKJ, en mótið er ekki opið heldur innanfélagsmót.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 08:00

GR: Golfkveðjur til GL

Á heimasíðu GR gefur að finna eftirfarandi kveðju formanns GR, til Leynismanna: „Undanfarin fimm ár hefur Golfklúbbur Reykjavíkur verið rekstraraðili Garðavallar á Akranesi. Nú er sá samningur á enda og vil ég fá að nota þetta tækifæri til að senda þakklæti til þeirra Leynismanna sem þessi fimm ár hafa þolað okkur GR-inga á sínum glæsilega velli sem rekstraraðila. Endanlegt uppgjör og viðskilnaður okkar hefur farið fram og einnig hefur verið gengið frá vinavallar samning við þá Leynismenn þannig að GR-ingar fá áfram að leika Garðavöll gegn hóflegu gjaldi sem og bóka rástíma eins og áður var. Sendum okkar bestu golfkveðjur til Golfklúbbsins Leynis með þökk fyrir frábært samstarf á liðnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 02:00

LPGA: Amma Paulu Creamer dó

Bleiki pardusinn, Paula Creamer tekur þátt í Kraft Nabisco mótinu, þó hún hafi það ekki gott hvorki andlega né líkamlega. Þrátt fyrir allt lék hún á 4 undir pari, 68 höggum og er komin meðal fremstu keppenda. Amma Paulu, Florence Stanton, dó á Páskadag og Paula sagði það hafa tekið sinn toll af henni. „Mér finnst ég vera veik,“ sagði Paula, en hún og amman voru mjög nánar, „amma mín dó og ég sef ekki, það er eins og líkamsstarfsemi mín hafi stöðvast. Síðasta nótt var erfið en að öðru leyti líður mér svolítið betur.“ Amma Paulu var með Parkinsons veiki. Dauði hennar kemur aðeins ári eftir að Paula missti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 01:45

LPGA: Park leiðir á Kraft Nabisco

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem er í forystu þegar 1. risamót ársins í kvennagolfinu er hálfnað. Inbee er búin að spila á samtals 7 undir pari, 137 höggum (70 67). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Park er bandarísk/mexíkanski nýliðinn frá síðasta ári, Lizette Salas og í 3. sæti 2 höggum á eftir Park eru hin sænska Caroline Hedwall fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO og hin ítalska Giulia Sergas.  Í 5. sæti á samtals 4 undir pari (3 höggum á eftir Inbee Park) eru 3 kylfingar m.a. Jodi Ewart Shadoff, sem var í 1. sæti eftir 1. dag og  8. sætinu deila 4 kylfingar m.a. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 01:15

PGA: Horschel leiðir í Texas

Þegar mót vikunnar á PGA Tour, Texas Valero Open er hálfnað er Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel í forystu. Horschel er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum og hefir 2 högga forskot á þá 3 sem deila 2. sætinu: Daniel Summerhayes, Charley Hoffman og Steven Bowditch. Fimmta sætinu deila þeir Brendon de Jonge frá Zimbabwe, Jim Furyk, KJ Choi, Retief Goosen, Ben Kohles, Lee Janzen ….. og viti menn nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy en þeir eru allir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum og eru aðeins 3 högg frá forystumanninum Horschel. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru John Daly, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 20:30

Fótbolti eða golf?

Hér á Íslandi er alveg kristaltært hverjar eru vinsælustu íþróttagreinarnar: fótbolti er í 1. sæti – golf í 2. sæti. En hvernig skyldi staðan vera í Þýskalandi?  Í Þýskalandi eru vinsælustu íþróttagreinarnar þær sömu og fyrir 20 árum: Fótbolti, fimleikar og tennis. Í dag er golfið í 10. sæti og félagar í þýskum golfklúbbum innan þýska golfsambandsins (Der Deutsche Golf Verband (DGV) ) um 635.000.  Þetta þykir mikil framför frá því fyrir 20 árum en þá var golf 18. vinsælasta íþróttagreinin í Þýskalandi og aðeins 206.500 félagar í þýskum golfklúbbum, en golf í Þýskalandi þykir því miður enn vera forréttindaíþróttagrein hinna ríku,  líkt og víða í Mið-Evrópu, þó hægt og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Malene Jörgensen – (37. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira