Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 01:15

PGA: Horschel leiðir í Texas

Þegar mót vikunnar á PGA Tour, Texas Valero Open er hálfnað er Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel í forystu.

Horschel er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum og hefir 2 högga forskot á þá 3 sem deila 2. sætinu: Daniel Summerhayes, Charley Hoffman og Steven Bowditch.

Fimmta sætinu deila þeir Brendon de Jonge frá Zimbabwe, Jim Furyk, KJ Choi, Retief Goosen, Ben Kohles, Lee Janzen ….. og viti menn nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy en þeir eru allir búnir að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum og eru aðeins 3 högg frá forystumanninum Horschel.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð eru John Daly, Robert Karlsson og Gonzalo Fdez-Castaño.

Til þess að sjá stöðuna í heild þegar Texas Valero Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Texas Valero Open, sem Luke List átti  SMELLIÐ HÉR: