Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 6. 2013 | 09:00

GKG: Ragnar Már tók þátt í Trophée Michel Carlhian

Ragnar Már Garðarsson, GKG, tók þátt í sterku unglingamóti í Frakklandi, dagana 27.-31. mars s.l.  Þetta er mót sem upp á ensku nefnist French International Boys´Amateur Championship; og á frönsku Trophée Michel Carlhian.  Spilað var á Golf du Touquet golfvellinum í norð-vesturhluta Frakklands.

Þátttakendur voru 108, fæddir 1995 eða yngri.

Þetta var 5 daga mót og spilaður höggleikur fyrstu 2 dagana og komust 32 efstu áfram í holukeppnishluta mótsins, sem fram fór næstu 3 dagana.

Því miður var Ragnar Már ekki meðal efstu 32 – hann landaði 83. sætinu á samtals 161 höggi (82 79) og komst því ekki áfram í holukeppnishlutann.

Eftir höggleikshlutann var Svíinn Adam Eineving í efsta sæti (með -3.1 í forgjöf) og með skor upp á samtals 141 högg (73 68).  Það voru síðan 32 efstu sem héldu áfram í holukeppnishluta mótsins en þann hluta vann Þjóðverjinn Dominic Foos 4&2 í úrslitaleik gegn Englendingnum Harry Ellis.

Til þess að sjá úrslitin úr höggleikshluta Trophée Michel Carlhian SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin úr holukeppnishluta Trophée Michel Carlhian SMELLIÐ HÉR: