Nýju strákarnir á PGA 2013: Erik Compton – (20. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 7. sætinu: Erik Compton, Brad Fritsch og Jin Park. Búið er að kynna Jin Park og Lesa meira
Steinberg ver nýju Tiger auglýsinguna
Enginn þekkir Tiger Woods eins vel og umboðsmaður hans Mark Steinberg. Steinberg hefir séð um mál Woods allt frá því Tiger gerðist atvinnumaður 1996. Hann hefir verið við hlið Tiger í öll 14 skiptin sem Tiger hefir unnið á risamóti og var til staðar fyrir hann þegar Tiger skrapaði botninn á lægsta punkti ferilsins. Nýjasta Nike auglýsingin með Tiger „Winning takes care of everything“ hefir hlotið mikla gagnrýni. Steinberg svarar þeirri gagnrýni í grein eftir Diane Brady í Business Week „Það er mjög óheppilegt það, sem tekið hefir verið úr samhengi,“ sagði Steinberg. „Í yfir 3 ár hefir fólk verið að spyrja: „Hvernig fer hann að því að verða aftur Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Halldór X Halldórsson – 5. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Halldór X Halldórsson, GKB. Halldór er fæddur 5. apríl 1976 og er því 37 ára í dag. Þess mætti geta að Halldór á nákvæmlega sama afmælisdag og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem tryggði sér miðann sinn á the Masters s.l. helgi með frækilegri frammistöðu á Shell Houston Open. Báðir eru þeir Halldor og Henrik fæddir 5. apríl 1976 og eru því 37 ára í dag. Halldór X er frá Sauðárkróki og byrjaði í golfi 1987. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs, GKB og með 2,3 í forgjöf. Halldór var mjög sigursæll í opnum mótum sumarið 2011, sigraði m.a. á Opna Carlsberg mótinu 30. júlí 2011 á Svarfhólsvelli á Selfossi (71 högg); Lesa meira
Sörenstam biður Wie afsökunar
Í maíhefti Golf Magazine segir Annika Sörenstam Michelle Wie hæfileikalausa á golfvellinum. Wie sagði að Sörenstam hefði beðið sig afsökunar og sagt að ummæli hennar hefðu verið rifin úr samhengi. „Hún hafði samband í gær og sagði að nokkrir hlutir hefðu ekki skilað sér rétt,“ sagði Wie, sem hóf leik á Kraft Nabisco í gær á sléttu pari, 72 höggum. „Mér fannst það virkilega almennilegt að hún skyldi hafa samband. Hún afsakaði sig og það er endir máls.“ Meðal þess sem fram kom í viðtali Golf Magazine við Sörenstam voru nokkrar beittar athugasemdir um vangetu Wie á vellinum, m.a.: „Það sem ég sé nú er að hæfileikarnir sem við héldum Lesa meira
GOB auglýsir eftir golfkennara
Golfklúbbur Bakkakots óskar eftir golfkennara til starfa fyrir klúbbinn fyrir sumarið 2013. Golfkennarinn hefur umsjón með allri kennslu á vegum GOB í samvinnu við Afreksnefnd GOB. Um er að ræða jafnt barna- sem og afreksþjálfun keppnissveitar GOB. Einnig mun golfkennarinn koma að ýmsum öðrum þáttum í félagsstarfi GOB. Bakkakot er 9 holu völlur og á svæðinu er gott púttgrín og vippsvæði, auk þess sem, lengri högg eru slegin af grasi. Hæfniskröfur: · Viðurkennt PGA nám · Reynsla af sambærilegu starfi er kostur · Jákvætt viðmót og þjónustulund Umsóknir sendist á gob@gob.is. Meðfylgjandi skal vera ferlisskrá og stutt kynning á umsækjanda.
LPGA: 3 leiða á Kraft Nabisco
Í gær hófst fyrsta risamót kvennagolfsins: Kraft Nabisco Championship. Að venju er spilað á Dinah Shore Championship golfvellinum í Mission Hills kántrí klúbbnum í Rancho Mirage, í Kaliforníu. Eftir 1. dag eru 3 kylfingar efstir og jafnir: þær NY Choi, norska frænka okkar Suzann Pettersen og enska stúlkan Jodi Ewart Shadoff, sem varð nr. 1 á úrtökumóti Q-school LPGA árið 2012. Allar eru þær búnar að spila á 4 undir pari, 68 höggum. Jafnar í 4. sæti eru Amy Yang frá Suður-Kóreu og hin sænska Anna Nordqvist, báðar höggi á eftir, á 3 undir pari, 69 höggum. Ellefu kylfingar eru síðan í 6. sæti á 2 undir pari, 70 höggum þ.á.m. Lesa meira
PGA: Tveir á toppnum í Texas
Mót vikunnar á PGA Tour er Texas Valero Open, sem hófst í gær. Eftir 1. dag eru Bandaríkjamennirnir Peter Tomasulo og Matt Bettencourt efstir, báðir búnir að spila fyrsta hring á 5 undir pari, 67 höggum. Fjórir deila síðan 3. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum: Pádraig Harrington, Billy Horschel, Bryce Molder og Harris English. Hópur 9 kylfinga deilir síðan 7. sætinu en í honum er m.a. Jim Furyk; allir búnir að spila á 3 undir pari, 69 höggum. Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, lék á sléttu pari, 72 höggum og er deilir 45. sætinu með 12 öðrum kylfingum þ.á.m. Charl Schwartzel. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Brad Fritsch – (19. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 7. sætinu: Erik Compton, Brad Fritsch og Jin Park. Við byrjuðum á Jin Park í gær Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Mallory Fraiche – (36. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2013
Það er Unnar Ingimundur Jósepsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Unnar er fæddur 4. apríl 1967 og á því 46 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996 og er með 7,6 í forgjöf. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Unnars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Unnar Ingimundur Jósepsson – Unnar Ingimundur Jósepsson (46 ára Lesa meira










